
Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):
Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi, með síðari breytingum.
Nefndin hefur fjallað um þetta mál og kallaði til sín nokkra einstaklinga til skrafs og ráðagerða sem getið er á þskj. 538.
Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með smábreytingu sem felst einkum í að skýra betur þá reglugerðarheimild sem ráðherra hefur samkvæmt frv. Ögmundur Jónasson skrifar undir álitið með fyrirvara.