Gjald af áfengi

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 19:47:05 (3000)

2001-12-11 19:47:05# 127. lþ. 49.7 fundur 320. mál: #A gjald af áfengi# (tóbaksgjald) frv. 149/2001, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 127. lþ.

[19:47]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér er verið að fjalla um frv. til laga um breytingu á lögum um gjald af áfengi, með síðari breytingum, frá 1995. Samhliða því er lagt fram frv. til laga um breytingu á tollalögum, eins og fram hefur komið.

Ég vil láta það koma fram að þessar lagabreytingar eru til komnar vegna tilskipunar vegna EES-samningsins. Okkur ber að fella niður tolla af tóbaki um næstu áramót. Í stað þess verður tekið upp sérstakt tóbaksgjald. Ég trúi því að þetta fyrirkomulag muni auðvelda okkur að stýra verði á tóbaki með hliðsjón af heilbrigðismarkmiðum og gera hæstv. heilbrrh. auðveldara að framfylgja stefnu okkar í heilbrigðismálum. Ég held að þessi breyting geti orðið til góðs.