Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 19:13:54 (3097)

2001-12-12 19:13:54# 127. lþ. 51.2 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 127. lþ.

[19:13]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég get bara ekki lesið þennan texta með svona tortryggnu hugarfari eins og hv. þm. gerir og sé ekki neina hótun eða vantraust í þessu og ég á ekki von á öðru en þetta gangi eftir.

Eins og hv. þingmenn vita leggja ráðherrar fram stjfrv. fyrst í ríkisstjórn og síðan í þingflokkum þannig að það er ekki alveg undir ráðherranum einum komið hver nákvæm dagsetning verður. En eins og fram kom er meiri hluti nefndarinnar samsettur af stjórnarþingmönnum þannig að þeir munu auðvitað hafa um það að segja líka hver dagsetningin verður nákvæmlega þegar frv. verður lagt fram. Ég sé engin sérstök tormerki á því að þetta geti gengið eftir á þessari stundu. Auðvitað veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. En á þessu stigi sé ég ekki neina sérstaka ástæðu til tortryggni vegna þessa texta.