Alnæmi og kynsjúkdómar

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 11:01:10 (3161)

2001-12-13 11:01:10# 127. lþ. 52.5 fundur 295. mál: #A alnæmi og kynsjúkdómar# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 127. lþ.

[11:01]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Fram kom hjá hv. þm. Margréti Frímannsdóttur að fjárveitingar hafa lækkað til þessa málaflokks og það tel ég mjög alvarlegt. Auðvitað þyrfti að efla forvarnir í þessum efnum. Myndbönd, upplýsingabæklingar, heimasíður, allt gerir gagn.

Aftur á móti langar mig að nefna eitt atriði sem varðar heilsugæsluna og spyrja hæstv. ráðherra: Nú hefur verið á vegum heilsugæslunnar t.d. í Hafnarfirði unglingaþjónusta í þessu markmiði sem er ekki sérstaklega styrkt af heilbrrn: Hvers vegna koma ekki fjárveitingar til slíkrar starfsemi? Þyrfti ekki að efla þær? Hæstv. ráðherra nefnir 2.000 tilfelli af klamýdíu sem hefur í för með sér alvarlegan frjósemisvanda sem mun verða heilbrigðiskerfinu mjög dýr síðar meir. Því spyr ég hæstv. ráðherra: Er ekki tímabært að leggja peninga í unglingaþjónustu eins og þá sem nú er í Hafnarfirði?