Mat á umhverfisáhrifum skógræktarverkefna

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 11:29:39 (3173)

2001-12-13 11:29:39# 127. lþ. 52.7 fundur 323. mál: #A mat á umhverfisáhrifum skógræktarverkefna# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 127. lþ.

[11:29]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég hef hingað til talið mig skógræktarmanneskju og stuðningsmanneskju þeirra skógræktarverkefna sem hafa farið í framkvæmd, með einum fyrirvara þó. Ég hef alltaf ítrekað það þegar þessi lög hafa verið samþykkt að skógrækt á Íslandi ætti að fara í lögbundið umhverfismat. Ég tel að það hafi verið umhverfisslys í sjálfu sér þegar þessu var breytt og 40 hektarar voru gerðir að 200 í umhverfismat á sínum tíma vegna þess að það gerir það að verkum að þar sem litið er á þetta allt í smábitum þá mun aldrei neitt fara í umhverfismat. Ég get ekki séð það. Ég var að fá svar frá hæstv. landbrh. í dag um landshlutabundin skógræktarverkefni sem sýnir það gríðarlega umfang sem er í þessum málum og ég hvet hv. þingmenn til að kynna sér það.