Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:25:44 (3208)

2001-12-13 15:25:44# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég minni líka á í þessu sambandi að umboðsmaður Alþingis skilgreindi skrásetningargjöldin sem þjónustugjöld. Stjórnarandstaðan hér á þingi hefur löngum viljað halda því fram að skrásetningargjöldin væru eitthvað allt annað. Ég ítreka að skrásetningargjöldin eru þjónustugjöld og það breytir málinu ekki þó að gjaldið hafi verið ákvarðað 24 þús. kr. árið 1996 og síðan fært upp nokkrum árum síðar í 25 þús. kr. því sú hækkun var ekki í samræmi við verðlagsþróun þess tímabils. Ef borið er saman fram til 1991 eða 1992 þá sjá menn alveg svart á hvítu að gjaldið hefur ekki fylgt verðlagi. Ég held að þetta mál snúist í raun um það að heppilegra hefði verið að endurskoða gjaldið oftar, kannski árlega eða annað hvert ár. Þá hefði sú hækkun sem verið er að leggja til nú orðið minni.