Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:45:45 (3213)

2001-12-13 15:45:45# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:45]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka að valkosturinn liggur á milli þess að fá aðstoð á sjúkrahóteli, að vera á sjúkrahóteli gegn vægu gjaldi, eða vera heima hjá sér. Í því liggur þessi valkostur (Gripið fram í: Það var ókeypis þangað til um áramótin.) fyrst og fremst. Þetta er þjónusta sem verið er að auka núna. Það er verið að fjölga rýmum. Þau voru örfá til að byrja með. Þeim hefur fjölgað þannig að verið er að veita fólki aukinn stuðning sem það að öðrum kosti hefði ekki fengið og að öðrum kosti væri það heima hjá sér. Ég legg áherslu á það.

Þetta stendur undir fæðiskostnaði fyrst og fremst. Það var alveg rétt hjá hv. þm. að ríkið greiðir daggjöldin upp að 28 plássum. Það sem er umfram greiðir Rauði kross Íslands. Fæðisgjaldið, þessar 700 kr. sem greiddar voru á dag frá 1. janúar og 1. október, stóð því undir fæðiskostnaðinum fyrst og fremst, ekki undir þessum aukarýmum.