Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 18:54:14 (3256)

2001-12-13 18:54:14# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[18:54]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Í 1. gr. þessa frv. er verið að leggja til skerðingu á lögbundnum tekjustofni Endurbótasjóðs menningarstofnana og það ekki í fyrsta sinn sem slík skerðing er lögleidd. Niðurskurðurinn setur í uppnám viðhald merkilegustu bygginganna í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og sviptir torf- og steinhleðslumenn atvinnu sinni næsta sumar. Þar að auki bitnar niðurskurðurinn á löngu bráðnauðsynlegum viðgerðum á ytra byrði Þjóðleikhússins og á framkvæmdastyrkjum til byggðasafna út um allt land. Með þessum niðurskurði er ríkisstjórnin að gera að engu eigin yfirlýsingar um gildi menningartengdrar ferðamennsku.

Vinstri hreyfingin -- grænt framboð getur ekki stutt niðurskurð af þessu tagi. Ég segi nei.