Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 18:58:27 (3259)

2001-12-13 18:58:27# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[18:58]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar fyrir hækkun skráningargjalda í háskóla er afar hæpinn ef ekki beinlínis rangur. Í tilfelli Háskóla Íslands voru þessi gjöld færð upp sem nam verðlagsbreytingum árið 1999. Þess vegna er það rangt hjá ríkisstjórninni að líta beri aftur til ársins 1991 við verðlagsútreikning nú.

Skráningargjöld í háskóla eru neyðarbrauð og hefur ríkisstjórnin ævinlega verið á hálum ís í rökstuðningi sínum fyrir þeim. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð er á móti því að stúdentar séu látnir hlaupa undir bagga hjá ríkissjóði þegar harðnar á dalnum. Ég segi nei.