Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 19:00:53 (3261)

2001-12-13 19:00:53# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[19:00]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér er lagt til að veiðieftirlitsgjald hækki alls um 50 millj. kr. Eftir þessa hækkun á gjaldið að standa undir kostnaði við veiðieftirlit. Samfylkingunni finnst eðlilegt og rétt að útgerðin greiði þann kostnað sem henni fylgir en ekki skattgreiðendur, að þar séu kostnaðargjöld hækkuð fremur en í velferðarkerfinu.

Hér er ríkisstjórnin loks á réttu róli, herra forseti. Við styðjum því þetta eina ákvæði í frv.