Leigubifreiðar

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 21:57:40 (3286)

2001-12-13 21:57:40# 127. lþ. 54.6 fundur 167. mál: #A leigubifreiðar# (heildarlög) frv. 134/2001, Frsm. 2. minni hluta LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[21:57]

Frsm. 2. minni hluta samgn. (Lúðvík Bergvinsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það með hv. þm. að ég held að það væri vanhugsað og ekki skynsamlegt að gefa algert frelsi í þessu. En það breytir ekki hinu að auðvelt er að halda því með þeim hætti að menn setji ákveðin skilyrði til þess að menn geti keyrt. Ég veit líka að Bandaríkjamenn hafa lengi stundað það að keyra menn frá A til B með leigubifreiðum og þar hefur ekki verið neitt sérstakt kvótakerfi. Það hefur gengið ágætlega.

En ég vil spyrja hv. þm.: Er hann almennt andvígur atvinnufrelsi eða er það bara þessi tiltekni málaflokkur sem hann telur nauðsynlegt að binda niður með þessum hætti og er hann almennt andvígur samkeppni eða er það bara þessi tiltekni málaflokkur sem hann er andvígur og telur nauðsynlegt að binda niður?