Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 10:43:38 (3307)

2001-12-14 10:43:38# 127. lþ. 55.2 fundur 146. mál: #A eignarréttur og afnotaréttur fasteigna# (lögheimili) frv. 136/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[10:43]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að fella brott það skilyrði að útlendingur geti ekki keypt fasteign nema hafa búið hér í fimm ár. Ég fagna því. Ég tel að það sé skref í rétta átt. Eftir sem áður eru í gildi ákvæði þess efnis að útlendingur geti ekki keypt hér fasteign nema hann eigi hér lögheimili. Ég hefði talið æskilegra að ganga alla leið og fella það brott. En þó að það sé ekki gert núna er þetta ákvæði til bóta og því styð ég málið.