Umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 11:08:10 (3317)

2001-12-14 11:08:10# 127. lþ. 55.9 fundur 160. mál: #A umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur# (gjald til Náttúruverndarráðs) frv. 138/2001, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[11:08]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð er hlynnt skilvirkum umhverfisgjöldum og er þeirrar skoðunar að löngu tímabært sé að koma á heildstæðri stefnu í þeim efnum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs fagna því fram komnum yfirlýsingum hæstv. umhvrh. um að þetta þing taki fyrir slíka stefnumörkun í væntanlegri lagasetningu um úrvinnslugjald og spilliefnagjald. Eingöngu í ljósi þess styðjum við að gjaldtaka sú sem hér er til umfjöllunar verði felld niður.