Leigubifreiðar

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 11:11:41 (3319)

2001-12-14 11:11:41# 127. lþ. 55.10 fundur 167. mál: #A leigubifreiðar# (heildarlög) frv. 134/2001, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[11:11]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni eitt ótrúlegasta mál sem rekið hefur á fjörur þingsins. Að mínu mati er atvinnufrelsi manna skert með því svo að það fær varla staðist stjórnarskrá. Í öðru lagi á að setja utan um þessa stétt gagnagrunn og lögreglueftirlit þar sem m.a. eiga að koma fram upplýsingar um heilsufar manna, göngulag og forfallabílstjóra. Í þriðja lagi á að leggja á þessa stétt sérstakan leigubílaskatt til að halda utan um alla vitleysuna.

Ég verð að segja eins og er, virðulegi forseti, að þeir sem hafa sett sig inn í þetta og kynnt sér málið sjá að þetta kerfi er með ólíkindum. Ég dreg stórlega í efa að þar standi steinn yfir steini ef farið er yfir það. Ég tel að þetta standist ekki stjórnarskrá. Ég tel að þær reglur sem gilda um undanþágur frá eigin rekstri standist heldur ekki lögin.

Virðulegi forseti. Ég segi nei.