Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:38:59 (3356)

2001-12-14 14:38:59# 127. lþ. 55.14 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Það hefur komið skýrt fram í umræðum um þetta mál að með því frv. sem núna er að verða að lögum er dregið mikið úr þeirri tekjulækkun sem blasti við smábátum sem róa í krókaaflamarki og byggðarlögum sem eru háðar útgerðum þeirra. Þetta hafa stjórnarliðar jafnt og stjórnarandstæðingar sagt, og er höfuðatriði. Jafnframt eru lögleidd ákvæði sem draga úr brottkasti á fiski og er þannig með áhrifaríkum og ábyrgum hætti tekið á alvarlegu máli. Þess vegna segi ég já.