Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:40:09 (3358)

2001-12-14 14:40:09# 127. lþ. 55.14 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:40]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við hjá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði höfum lagt megináherslu á að fundin verði heildstæð lausn varðandi stjórn fiskveiða. Hér er um plástraaðgerð að ræða, þessi viðbrögð hæstv. ríkisstjórnar við bráðavanda, sérstaklega á Vestfjörðum. Þetta er ekki lausn til frambúðar. Hún leiðir af sér, að okkar mati, mjög fljótlega svipuð vandamál og við stöndum frammi fyrir nú, ef ekki verri. Því sitjum við hjá við þessa atkvæðagreiðslu og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni.