Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:04:06 (3363)

2001-12-14 15:04:06# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er engin kergja í mér. En ég tel að við séum farnir að deila um keisarans skegg. Við erum eiginlega sammála, aldrei þessu vant, og erum þá farnir að standa hér í lítilfjörlegu karpi.

Málið er að við erum sammála um hvernig lögin eigi að virka. Út af fyrir sig fyndist mér að þetta orðalag gæti staðið, þ.e. ,,eða`` í staðinn fyrir ,,og``. En ég tel hins vegar að það sé ekkert nauðsynlegt að breyta þessu og það megi standa svona og þessi lagagrein verði aldrei skýrð öðruvísi en eins og ég er búinn að gera hér í ræðustól.