Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:05:48 (3365)

2001-12-14 15:05:48# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:05]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að við lokaumræðu og síðan afgreiðslu málsins sé óhjákvæmilegt að hæstv. ráðherra geri hinu háa Alþingi grein fyrir því, í ljósi skilgreiningar hans hér á lagatextanum þannig að menn hafi það nokkurn veginn undir höndum, hversu mörg sveitarfélög falla dags dato undir þá skilgreiningu sem ráðherra fór með á þeim lagatexta sem lagt er til að verði samþykktur hér. Og hver eru þau sveitarfélög?