Girðingarlög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:47:11 (3384)

2001-12-14 15:47:11# 127. lþ. 56.12 fundur 180. mál: #A girðingarlög# (heildarlög) frv. 135/2001, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil tala á móti þessari tillögu hv. þm. Guðjóns Arnars Kristjánssonar vegna þess að verið er að ganga á rétt þeirra sem eiga jarðir ef farið er eftir því að þeir sem hafa búið á jörðunum í 20 ár eða lengur þurfi ekki að greiða helming á móti í girðingarkostnaði. Í 5. gr. laganna er verið að ganga mjög langt til þess að hægt sé að semja um kostnaðarskiptingu og ég legg til að þessi brtt. verði felld. Annað er ekki sanngjarnt því að ef menn búa á jörð í 20 ár geta þeir ekki átt þennan rétt framar en aðrir sem eiga jarðir.