Girðingarlög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:48:03 (3385)

2001-12-14 15:48:03# 127. lþ. 56.12 fundur 180. mál: #A girðingarlög# (heildarlög) frv. 135/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:48]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég held að best sé að svara þessu andsvari með því að lesa síðari hluta 5. gr. eins og hún er í frv. en hún hljóðar svo:

,,Eigi síðar en ári áður en verk er hafið skal sá er samgirðingar óskar hafa samráð við þann eða þá sem land eiga að hinu fyrirhugaða girðingarstæði og leggja fram tillögur um tegund girðingar. Hver aðili hefur rétt til að leggja fram efni, flutning og vinnu í hlutfalli við þátttöku í kostnaðinum. Neiti sá er samgirðingar er krafinn þátttöku í undirbúningi eða framkvæmd verksins getur sá er girða vill beint tilmælum til viðkomandi búnaðarsambands um að tilnefna fagaðila til að skera úr um ágreining, sbr. ákvæði 7. gr. Telji úrskurðaraðilar að sá sem girða vill eigi rétt á samgirðingu getur hann sett girðinguna upp og á hann þá kröfurétt á endurgreiðslu á þeim hluta kostnaðar er hinum ber að greiða.``

Ef landamerki eru þannig að þau séu jöfn frá fjöru til fjalls, girðing jafnlöng að löndum beggja, kemur aldrei neitt annað út úr þessu en helmingsgreiðsla fyrri ábúanda þó að hann hafi búið í 40 ár við ógirt land.

(Forseti (HBl): Ég vil minna hv. þm. á að það á að biðja leyfis forseta til að mega lesa upp prentað mál.)