Girðingarlög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:54:22 (3390)

2001-12-14 15:54:22# 127. lþ. 56.12 fundur 180. mál: #A girðingarlög# (heildarlög) frv. 135/2001, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:54]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Alveg gerði ég mér það ljóst að ég var hér eingöngu að marka réttarstöðu þeirra sem lengi höfðu búið í sveitum, og var ekki að marka réttarstöðu þeirra sem væru að taka við búi eða hefja búskap. Ég var eingöngu að horfa til þess að í sveitum landsins er á jörðum mikið af eldra fólki sem hefur litlar tekjur. Og bændur hafa almennt litlar tekjur. Ég tel það algjörlega óviðunandi, herra forseti, að á þetta fólk sé lögð sjálfkrafa sú kvöð að það eigi jafnvel að borga helming af árslaunum sínum í girðingarkostnað á móti einhverjum skógræktarmanni eða nýbónda í hrossum.