Heilbrigðisþjónusta

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 16:01:04 (3392)

2001-12-14 16:01:04# 127. lþ. 56.16 fundur 229. mál: #A heilbrigðisþjónusta# (Heyrnar- og talmeinastöð) frv. 143/2001, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[16:01]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð styður frv. með þeim skýringum sem fram komu í nál. en gerir mjög ákveðinn fyrirvara á gjaldtökuákvæðum frv. Framhaldið er í höndum hæstv. ríkisstjórnar þar sem greiðsluþátttaka fólks með heyrnar- og talmein ræðst af þeim reglugerðum sem settar verða í kjölfar nýrrar lagasetningar og af því fjármagni sem lagt verður til málaflokksins. Heyrnar- og talmeinastöðin hefur veitt góða og ódýra fagþjónustu og þá þjónustu verður að styrkja svo stofnunin geti veitt sérfræðiþjónustu út um allt land. Því segi ég já.