Jólakveðjur

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 16:30:46 (3401)

2001-12-14 16:30:46# 127. lþ. 56.93 fundur 254#B jólakveðjur#, GAK
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[16:30]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta fyrir samstarfið á haustþingi og hlý orð í garð okkar alþingismanna. Auðvitað erum við þingmenn misjafnlega sáttir við sum þau lög sem hér hafa verið samþykkt. Vafalaust er því svo einnig farið meðal fólksins í landinu. Verum samt bjartsýn og gleðjumst öll á komandi jólahátíð. Það koma ávallt nýir tímar og ný ráð.

Ég óska forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þá vil ég sérstaklega færa starfsfólki Alþingis þakkir fyrir dugnað og lipurð við okkur alþingismenn og óska því gleðilegra jóla.

Ég bið hv. þingmenn að taka undir góðar óskir til hæstv. forseta og fjölskyldu hans og starfsfólks Alþingis með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]