Fundargerð 127. þingi, 56. fundi, boðaður 2001-12-14 23:59, stóð 14:41:09 til 16:33:53 gert 18 9:58
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

56. FUNDUR

föstudaginn 14. des.,

að loknum 55. fundi.

Dagskrá:


Afbrigði um dagskrármál.

[14:41]


Kosning þriggja manna í stjórn endurbótasjóðs menningarstofnana, að viðhafðri hlutfallskosningu skv. 7. gr. laga nr. 83 1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, sbr. nýsamþykkt lög um breytingu á þeim lögum, til 31. des. 2002.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Sigríður A. Þórðardóttir alþingismaður (A),

Sjöfn Kristjánsdóttir handritafræðingur (B),

Jón Helgason, fyrrv. alþingismaður, (A).


Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. jan. 2002 til 31. des. 2004, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 6. gr. laga nr. 102 31. des. 1980, um Grænlandssjóð.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður (A),

Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður (B),

Sigurrós Þorgrímsdóttir bæjarfulltrúi (A),

Haraldur Ólafsson, fyrrv. prófessor, (A),

Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur (B).

Varamenn:

Ellen Ingvadóttir dómtúlkur (A),

Gestur Gestsson stjórnmálafræðingur (B),

Baldur Þórhallsson lektor (A),

Anna Jensdóttir kennari (A),

Pétur Bjarnason framkvæmdastjóri (B).


Kosning sjö manna og jafnmargra varamanna í útvarpsréttarnefnd til fjögurra ára, frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2005, skv. 2. mgr. 6. gr. útvarpslaga, nr. 53/2000.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri (A),

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri (B),

Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur (A),

Magnús Bjarnfreðsson skrifstofustjóri (A),

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður (B),

Kristín B. Pétursdóttir lögfræðingur (A),

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður (B).

Varamenn:

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur (A),

Einar Karl Haraldsson kynningarráðgjafi (B),

Andri Þór Guðmundsson viðskiptafræðingur (A),

Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri (A),

Ingimar Ingimarsson nemi (B),

Steinþór Gunnarsson viðskiptafræðingur (A),

Álfheiður Ingadóttir líffræðingur (B).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2003, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Ólafur Oddsson menntaskólakennari (A),

Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðukona (B),

Magdalena Sigurðardóttir skólafulltrúi (A).

Varamenn:

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kennari (A),

Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður (B),

Ólafía Ingólfsdóttir skrifstofumaður (A).


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs, til fjögurra ára, frá 18. desember 2001 til jafnlengdar 2005, skv. 6. gr. skipulagsskrár sjóðsins frá 30. september 1977, sbr. ályktun Alþingis frá 4. maí 1977 og B-deild Stjórnartíðinda nr. 361 1977.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Jónína Michaelsdóttir rithöfundur (A),

Rannveig Edda Hálfdanardóttir ritari (B),

Björn Teitsson, fyrrv. skólameistari, (A).

Varamenn:

Halldóra Rafnar blaðamaður (A),

Margrét K. Sverrisdóttir framkvæmdastjóri (B),

Vigdís Hauksdóttir garðyrkjufræðingur (A).


Frestun á fundum Alþingis, ein umr.

Stjtill., 377. mál. --- Þskj. 599.

[14:46]

[14:47]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 626).


Fjarskipti, 3. umr.

Stjfrv., 145. mál (jöfnunargjald, heimtaugar). --- Þskj. 604.

Enginn tók til máls.

[14:48]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 627).


Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna, 3. umr.

Stjfrv., 146. mál (lögheimili). --- Þskj. 146.

Enginn tók til máls.

[14:48]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 628).


Heilbrigðisþjónusta og almannatryggingar, 3. umr.

Stjfrv., 169. mál (forgangsröð verkefna o.fl.). --- Þskj. 605, brtt. 600.

Enginn tók til máls.

[14:48]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 629).


Kvikmyndalög, 3. umr.

Stjfrv., 227. mál (heildarlög). --- Þskj. 606.

Enginn tók til máls.

[14:49]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 630).


Húsnæðismál, 3. umr.

Stjfrv., 358. mál (afskrift af skuldum sveitarfélaga). --- Þskj. 509, brtt. 602.

[14:50]

[15:22]

Útbýting þingskjala:

[15:39]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 631).


Girðingarlög, 3. umr.

Stjfrv., 180. mál (heildarlög). --- Þskj. 607, brtt. 569.

[15:41]

[15:57]

Útbýting þingskjala:

[15:57]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 632).


Sameignarfyrirtæki um Orkuveitu Reykjavíkur, 3. umr.

Stjfrv., 366. mál. --- Þskj. 562, brtt. 595.

Enginn tók til máls.

[15:59]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 633).


Náttúruvernd, 3. umr.

Stjfrv., 159. mál (Náttúruverndarráð o.fl.). --- Þskj. 608.

Enginn tók til máls.

[15:59]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 634).


Umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, 3. umr.

Stjfrv., 160. mál (gjald til Náttúruverndarráðs). --- Þskj. 161.

Enginn tók til máls.

[16:00]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 635).


Heilbrigðisþjónusta, 3. umr.

Stjfrv., 229. mál (Heyrnar- og talmeinastöð). --- Þskj. 603.

Enginn tók til máls.

[16:00]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 636).


Leigubifreiðar, 3. umr.

Stjfrv., 167. mál (heildarlög). --- Þskj. 609, brtt. 598.

[16:02]

[16:27]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 637).


Fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi, 3. umr.

Stjfrv., 282. mál (gjald fyrir rekstrarleyfi). --- Þskj. 610.

Enginn tók til máls.

[16:29]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 638).


Jólakveðjur.

[16:29]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og þakkaði fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[16:32]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um að þingi væri frestað til 22. janúar 2002.

Fundi slitið kl. 16:33.

---------------