Fundargerð 127. þingi, 138. fundi, boðaður 2002-05-03 23:59, stóð 15:28:18 til 15:53:51 gert 6 11:17
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

138. FUNDUR

föstudaginn 3. maí,

að loknum 137. fundi.

Dagskrá:


Kosning aðalmanns í stjórnarnefnd ríkisspítalanna í stað Thomasar Möllers til loka kjörtíma nefndarinnar, 2003, skv. 30. gr. laga nr. 97 28. desember 1990, um heilbrigðisþjónustu.

Fram kom ein tilnefning og þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti yfir að kosinn væri án atkvæðagreiðslu:

Þórir Kjartansson verkfræðingur.


Kosning þriggja manna og þriggja varamanna í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál, sbr. samþykkt forsætisnefndar Alþingis 25. mars 2002.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Sigríður A. Þórðardóttir (A),

Þórunn Sveinbjarnardóttir (B),

Magnús Stefánsson (A).

Varamenn:

Katrín Fjeldsted (A),

Þuríður Backman (B),

Kristinn H. Gunnarsson (A).


Afbrigði um dagskrármál.

[15:42]


Umhverfisstofnun, 3. umr.

Stjfrv., 711. mál. --- Þskj. 1471.

Enginn tók til máls.

[15:42]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1489).


Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 3. umr.

Stjfrv., 520. mál (gjaldtökuheimildir og náttúrustofur). --- Þskj. 1472.

Enginn tók til máls.

[15:43]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1490).


Brottfall lagaákvæða um héraðslækna o.fl., 3. umr.

Stjfrv., 564. mál. --- Þskj. 1473.

Enginn tók til máls.

[15:43]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1491).


Álbræðsla á Grundartanga, 3. umr.

Stjfrv., 716. mál (fjárfestingar hlutafélagsins). --- Þskj. 1193.

Enginn tók til máls.

[15:44]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1492).


Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum, 3. umr.

Stjfrv., 621. mál (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla). --- Þskj. 1474.

Enginn tók til máls.

[15:44]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1493).


Fjárreiður ríkisins, 3. umr.

Stjfrv., 581. mál (Fjársýsla). --- Þskj. 1475.

Enginn tók til máls.

[15:45]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1494).


Verslunaratvinna, 3. umr.

Stjfrv., 607. mál (fylgiréttargjald, bifreiðasölur). --- Þskj. 1476.

Enginn tók til máls.

[15:45]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1495).


Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins, 3. umr.

Frv. meiri hl. sjútvn., 729. mál (krókaaflamarksbátar). --- Þskj. 1478.

Enginn tók til máls.

[15:46]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 1496).


Þingfrestun.

[15:46]

Forseti flutti yfirlit yfir störf þingsins og þakkaði alþingismönnum fyrir samstarf vetrarins og óskaði þeim góðrar heimferðar.

Bryndís Hlöðversdóttir, 9. þm. Reykv., færði forseta þakkir þingmanna fyrir forsetastörf.

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.

Fundi slitið kl. 15:53.

---------------