Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 211  —  75. mál.




Svar



iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um jafnréttisáætlun, stöðuveitingar og skipan í nefndir og ráð.

     1.      Hefur ráðuneytið gert sérstaka framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til að tryggja jafnan hlut kvenna og karla í störfum innan ráðuneytisins og á vegum þess? Ef svo er, hvenær var það gert og hvað hefur verið gert til að framfylgja áætluninni?
    Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti skipaði í stöðu jafnréttisfulltrúa hinn 5. júlí 2000, eins og kveðið er á um í 11. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hlutverk jafnréttisfulltrúa er m.a. að hafa eftirlit með jafnréttisstarfi á málasviði ráðuneytisins og framvæmd framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafnrétti kynjanna. Í skýrslu félagsmálaráðherra um stöðu framkvæmdaáætlunarinnar sem lögð var fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi er staða mála hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti í þessum málaflokki tíunduð. Í gr. 7.9. í skýrslunni kemur fram að ráðuneytið hefur samþykkt sérstaka jafnréttisáætlun sem nær til starfsmanna iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, sjá fylgiskjal. Í jafnréttisáætluninni er kveðið á um að sett skuli á fót jafnréttisnefnd í ráðuneytunum sem sitja skuli til tveggja ára í senn. Nefndin heyrir undir ráðuneytisstjóra og eiga þar sæti tvær konur og tveir karlar. Tveir nefndarmenn eru kjörnir af starfsmönnum og tveir tilnefndir af ráðuneytisstjóra. Hlutverk jafnréttisnefndar er að hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. Þá skal hún fylgjast með framkvæmd jafnréttisáætlunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta og kanna réttmæti ábendinga um að ekki sé farið að lögum eða reglum um jafnrétti í ráðuneytunum. Skal nefndin vera ráðgefandi fyrir yfirstjórn iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta í málefnum er varða jafnrétti. Þá á jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins sæti í samráðshópi jafnréttisfulltrúa allra ráðuneytanna sem vinnur að samþættingu og drögum að nýrri framkvæmdaáætlun.
    Stjórnendur ráðuneytisins eru meðvitaðir um jafnan hlut kynjanna við mat á umsóknum og við val á starfsfólki, sbr. III kafla laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Hæfni umsækjenda er meginforsenda við val á umsækjendum, en hlutföll kynja eru einnig höfð til hliðsjónar.

     2.      Hversu margar stöður hafa verið auglýstar á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár og um hvaða stöður er að ræða? Hversu margir umsækjendur voru um hverja stöðu og hversu margir þeirra voru metnir hæfir til að gegna henni, skipt eftir kyni í báðum tilvikum? Hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Auglýst voru 10 störf á vegum ráðuneytisins síðustu þrjú ár. Um er að ræða stöður skrifstofustjóra, lögfræðinga, deildarsérfræðinga, skjalavarða og ritarastörf. Ekki eru til upplýsingar um fjölda umsókna um hverja stöðu í ráðuneytinu, en umsóknir fara yfirleitt í gegnum ráðningarskrifstofu sem metur umsóknir eftir hæfisskilyrðum í auglýsingu. Ráðningarskrifstofan skipuleggur viðtöl í samráði við hlutaðeigandi yfirmann. Í þær tíu stöður sem auglýstar voru á síðustu þremur árum voru ráðnir fimm karlar og fimm konur, þar af fimm karlar í stöður sérfræðinga, fjórar konur í stöður sérfræðinga, og ein kona í ritarastöðu.

     3.      Hefur á síðustu þremur árum verið ráðið í stöður á vegum ráðuneytisins sem ekki voru auglýstar? Ef svo er, um hvaða stöður er að ræða og hvort var kona eða karl ráðinn í umræddar stöður?
    Ráðið hefur verið í 17 stöður án auglýsingar á síðustu þremur árum. Um er að ræða tvær stöður sem falla undir tilflutning starfa milli embætta og áttu þar í hlut kona og karl. Ráðuneytisstjóri er settur til eins árs og var það gert án auglýsingar. Þá voru tíu sérfræðingar, fjórar konur og sex karlar, ráðnir til skamms tíma og tvær konur í stöðu ritara. Ráðnir voru tveir starfsmenn til sumarafleysinga án auglýsingar, konur í báðum tilvikum.

     4.      Hvaða nefndir og ráð eru starfandi á vegum ráðuneytisins? Hve margir fulltrúar eru í hverri nefnd eða ráði, hvernig skiptast þeir eftir kynjum og hvenær voru þeir skipaðir?
    Hér á eftir er yfirlit um nefndir og ráð á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, skiptingu fulltrúa eftir kynjum og skipunarár.

Lögbundnar stjórnir, nefndir og ráð.
Karlar Konur Skipun
Aðgerðir gegn peningaþvætti
5 4 1995
Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda
1 2000
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
2 2 1998
Auglýsinganefnd – ráðgjafarnefnd Samkeppnisráðs
2 1 1998
Byggðastofnun 2001–2002
5 2 2001
Endurgreiðslur vegna kvikmynda og sjónvarpsefnis
2 3 1999
Fjármálaeftirlit – yfirstjórn
3 1999
Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara
5 1998
Flutningsjöfnunarsjóður sements
2 1 1999
Hitaveita Suðurnesja 2001
1 2001
Iðntæknistofnun Íslands
5 1999
Íslenska járnblendifélagið hf.
1 1998
Kærunefnd um lausafjár- og þjónustukaup 2001–2005
1 2 2000
Kærunefnd vegna ákvarðana Fjármaálaeftirlits 2000–2003
3 2000
Kísilgúrsjóður
4 2 1999
Landsvirkjun (fulltrúar ríkisins)
2 1 2001
Löggildingarstofa
2 1 1999
Nefnd um starfsheiti viðskipta- og hagfræðinga
2 1 2001
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins 2001–2002
4 1 2001
Orkubú Vestfjarða – stjórn 2001–2002
1 2000
Orkustofnun 2001–2003
3 2001
Prófnefnd bifreiðasala
3 1999
Prófnefnd vátryggingamiðlara
3 1 1997
Prófnefnd verðbréfaviðskipta 2000–2004 
3 2 2000
Ráðgjafarnefnd Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins
13 1997
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins
3 1997
RARIK – stjórn 2001–2002
6 1 2001
Samkeppnisráð
4 1 1998
Samráðsnefnd verðbréfamiðstöðva, Verðbréfaþings Íslands og Seðlabanka
3 1999
Sementsverksmiðjan hf.
4 2 2000
Starfsleyfisnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga
3 5 1999
Steinullarverksmiðjan 2001–2002
1 2001
Tryggingardeild útflutningslána
4 1997
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
2 2000
Úrskurðarnefnd um Viðlagatryggingu Íslands
4 1995
Verkstjóranámskeið
2 1 1998
36 nefndir 114 34
Samningsbundnar stjórnir og ráð.
Átak í leit að jarðhita til húshitunar
3 1999
Fjárfestingarstofan
3 2000
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar – 2001–2002
1 2001
Íslenska álfélagið hf. – stjórnir 2001–2002
2 2001
Kynningarnefnd alþjóðlegra viðskiptafélaga
2 1999
5 nefndir 11
Tilnefningar ráðherra samkvæmt lögum og samningum.
Loftslagssamningurinn og Kyoto-bókunin: umhverfisráðuneytið 1 2000
Tryggingasjóður sparisjóða
1 1999
Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum
1 2000
Úrskurðarnefnd um nýbyggingu og viðhald íbúðarhúsnæðis
2 1 1998
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
1 2000
5 nefndir 6 1
Tímabundnar nefndir og starfshópar.
Aðgerðir til lækkunar húshitunarkostnaðar – verkefnisstjórn
6 1999
Bankalaganefnd – Endurskoðun á löggjöf um fjármálastofnanir
8 1 1999
Byggðaáætlun 2002–2006: Alþjóðasamvinna
2 3 2001
Byggðaáætlun 2002–2006: Fjarskipti- og upplýsingatækni
5 2 2001
Byggðaáætlun 2002–2006: Atvinnumál
5 1 2001
Byggðaáætlun 2002–2006: Verkefnisstjórn
5 1 2001
Efling vitundar um einkaleyfi
2 1 1999
Endurgreiðslur til Orkusjóðs vegna orkuframkvæmda
5 2000
Endurskoðun á Landsvirkjun – 2000
8 1 2000
Endurskoðun laga um verðbréfaviðskipti
5 1 2001
Islandica 2001
7 2 1998
Kauphallarnefnd
6 2001
Nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar vegna aukins stjórnsýsluhlutfalls
4 1 2001
Nefnd til þess að fara yfir framkvæmd tjónsuppgjöra vegna jarðskjáfta
7 1 2001
Nefnd um aðild Íslands að Evrópusáttmálanum um einkaleyfi EPC – EPO
5 1 2001
Nefnd um arðgreiðslur Rarik o.fl.
3 1998
Nefnd um endurskoðun ársreikninga vátryggingafélaga
3 2000
Nefnd um lögbannsaðgerðir
2 1 2000
Nefnd um þriggja fasa rafmagn
3 2000
Niðurgreiðslur á rafmagni til hitunar íbúðarhúsnæðis
8 1 2001
Ný lög um vátryggingasamninga
4 1 1999
Ráðgjafarnefnd um byggingu smárra vatnsaflsvirkjana
7 2001
Rafræn viðskipti
3 2 2000
Rammaáætlun – faghópur um náttúru- og minjavernd
9 4 2000
Rammaáætlun – faghópur um orkulindir
6 1 2000
Rammaáætlun – faghópur um þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun
9 5 2000
Rammaáætlun – faghópur um útivist og hlunnindi
11 3 2000
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma
12 4 1999
Samráðsnefnd um EES-mál á sviði fjármálaþjónustu
12 2001
Samráðsnefnd um landgrunns- og olíuleitarmál
4 1999
Sjálfbært orkusamfélag í Grímsey
4 2 2001
Starfshópur til að gera könnun á stöðu kvenna í iðnaði
2 1999
Starfshópur til að ljúka innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins
2 1 2001
Stjórn Átaks til atvinnusköpunar 2001–2002
4 1 2001
Styrkir til nýrra hitaveitna
4 1999
Verðbréfasjóðanefnd – Endurskoðun laga um verðbréfasjóði
5 2 2001
Viðræðunefnd um sameiningu RARIK og Norðurorku
6 2001
Viðræðunefnd varðandi stækkun Norðuráls
7 1 2001
Vinnuhópur um málefni EBRD
2 1 2000
Virkjanakostir á Vestfjörðum
4 1 1999
40 nefndir 214 49




Fylgiskjal.


Jafnréttisáætlun iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.


Inngangur.
    Skv. 13. gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og rétt kvenna og karla, eru atvinnurekendum og stéttarfélögum sett þau markmið að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Umfang.
    Jafnréttisáætlun þessi nær til starfsmanna iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.

Skipan nefndar.
    Sett skal á fót jafnréttisnefnd í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og skal nefndin sitja til tveggja ára í senn. Nefndin heyrir undir ráðuneytisstjóra. Í henni eiga sæti tveir fulltrúar starfsmanna kjörnir af starfsmönnum og tveir fulltrúar ráðuneytanna tilnefndir af
ráðuneytisstjóra.

Verksvið Jafnréttisnefndar.
    Jafnréttisnefnd skal hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnréttismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. Þá skal hún fylgjast með framkvæmd jafnréttisáætlunar iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta og kanna réttmæti ábendinga um að ekki sé farið að lögum eða reglum um jafnrétti í ráðuneytunum. Skal nefndin vera ráðgefandi fyrir yfirstjórn iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta í málefnum er varða jafnrétti.

Stefnumörkun.
    Launastefna, aðbúnaður og umhverfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta skal vera hið sama fyrir konur og karla. Kynjunum skal ekki mismunað hvorki við ákvörðun launa og fríðinda né við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir, né með öðrum hætti. Hlutur kynjanna í störfum í ráðuneytunum skal jafnaður eins og kostur er. Þess skal jafnan gætt að sá umsækjandi sé ráðinn sem talinn er hæfastur til þess að gegna starfi, að teknu tilliti til menntunar og hæfni en án tillits til kynferðis. Séu tveir eða fleiri umsækjendur af báðum kynjum taldir jafn hæfir til ráðningar í auglýst starf skal að jafnaði ráðinn umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta á viðkomandi sviði.
    Leitast verður við að jafna möguleika kynjanna til þess að axla ábyrgð, m.a. með setu í vinnuhópum og nefndum innan iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.
    Starfsmönnum af báðum kynjum skal gert kleift að sinna tímabundinni fjölskylduábyrgð sem skapast af veikindum barna, maka eða foreldra. Í því skyni skal leitast við að gefa starfsfólki iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta kost á sveigjanlegum vinnutíma eða annarri tímabundinni hagræðingu þar sem því verður við komið. Ekki skal líta á það sem mismunun að taka verður tillit til kvenna vegna barnsburðar.
    Við símenntun og þróun í starfi skal þess gætt að karlar og konur njóti sömu möguleika til náms og fræðslu.
    Starfsmönnum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta skal standa til boða ráðgjöf um jafnrétti og samskipti kynjanna á vinnustað að höfðu samráði við yfirstjórn og jafnréttisnefnd.
    
Kynning og endurskoðun.
    Jafnréttisáætlunin skal kynnt starfsmönnum iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.
    Áætlunin skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.

27. janúar 2001.



Valgerður Sverrisdóttir.


Þorgeir Örlygsson.