Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 232  —  207. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um styrki til atvinnumála kvenna.

Frá Drífu Hjartardóttur.



     1.      Hver eru markmið styrkja til atvinnumála kvenna sem félagsmálaráðuneytið úthlutar fé til árlega?
     2.      Hve margir styrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 1995 og hver er fjárhæð þeirra, sundurgreint?
     3.      Hvernig er landfræðileg dreifing styrkjanna eftir árum?
     4.      Hvernig er styrkjunum úthlutað?
     5.      Hvernig eru umsóknir metnar og gerðar um þær tillögur?
     6.      Hvaða eftirlit er haft með því að verkefnum sé hrint í framkvæmd?
     7.      Hafa orðið breytingar á umsóknunum og ef svo er, hverjar eru þær og er þá ekki þörf á að breyta fyrirkomulagi við mat og tillögugerð?


Skriflegt svar óskast.