Ferill 262. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 307  —  262. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um rannsóknasetur að Kvískerjum.


Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvað líður undirbúningsvinnu að stofnun rannsóknaseturs að Kvískerjum og hvenær má búast við að framkvæmdin hefjist?
     2.      Hverjir munu standa að byggingu og rekstri rannsóknasetursins?
     3.      Hvaða starfsemi er fyrirhuguð í rannsóknasetrinu og hverjir munu eiga aðgang að því?
     4.      Hvernig hefur það fé verið nýtt sem var veitt af fjárlögum ríkisins til undirbúnings rannsóknaseturs að Kvískerjum?
     5.      Hefur verið myndaður sérfræðingahópur sem hefur það hlutverk að kynna sér og fjalla um rannsóknir á svæðinu og gera tillögur um ný rannsóknarverkefni, og ef ekki, hvenær má búast við að til hans verði stofnað?


Skriflegt svar óskast.