Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 308  —  263. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um truflanir á fjarskiptum vegna raflína.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvar á landinu koma fram truflanir á fjarskiptum vegna virkra rafgirðinga (landsvæði eða býli)?
     2.      Í hve mörgum tilfellum koma truflanirnar fram vegna veikra fjarskiptasendinga?
     3.      Í hve mörgum tilfellum koma fram truflanir vegna legu strengjanna, staðsetningar á jarðskautum rafgirðinganna eða styrks viðnámsins? Sundurliðun óskast.
     4.      Hvernig hagar Landssíminn upplýsingum til bænda um legu jarðstrengja?
     5.      Hvernig koma truflanir vegna rafgirðinga fram í fjarskiptum gegnum símstrengi, hvaða óþægindum valda truflanirnar í daglegum samskiptum fólks og atvinnu?
     6.      Verða íbúar þeirra svæða/býla sem búa við truflanir á fjarskiptasendingum fyrir auknum útgjöldum vegna þessa?
     7.      Hvernig eru fjarskiptalagnir sem lagðar eru um lönd bænda varðar (skermaðar)?
     8.      Hvaða aðgerðir eru í undirbúningi til að koma í veg fyrir áframhaldandi truflanir á fjarskiptum gegnum símalínur?


Skriflegt svar óskast.