Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 319  —  129. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um skattgreiðslur fyrirtækja og einstaklinga.

     1.      Hvernig hefur tekjuskattshlutfall félaga breyst hér á landi samanborið við önnur ríki OECD á síðasta áratug?
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig tekjuskattshlutfall félaga hefur breyst síðastliðinn áratug í helstu aðildarríkjum OECD, eða frá árinu 1989 til 2001. Rétt er að hafa þann fyrirvara við þennan samanburð að skatthlutfallið eitt og sér segir ekki alla söguna um skattbyrði af viðkomandi skatti.

Tekjuskattshlutfall fyrirtækja í nokkrum OECD-löndum.


1989, % 2001, %
Kanada 43 42
Japan 59 42
Ítalía 46 40
Belgía 43 40
Bandaríkin 34 40
Þýskaland 56 39
Lúxemborg 34 38
Frakkland 39 35
Portúgal 40 35
Holland 40 35
Spánn 35 35
Ástralía 39 34
Austurríki 30 34
Nýja Sjáland 33 33
Danmörk 50 30
Ísland 50 30
Bretland 35 30
Svíþjóð 52 28
Noregur 51 28
Finnland 50 28
Sviss 10 25
Írland 43 20

     2.      Hvert er heildartekjuskattshlutfall á rekstrarhagnað félaga, þ.e. tekjuskattur félags að viðbættum skatti á eigandann við úttekt á arði, hér á landi og samanborið við önnur ríki OECD?
    
Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) safnar reglubundið saman upplýsingum um skattareglur og skattaviðmiðanir í aðildarríkjunum. Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig einstök ríki skattleggja rekstrarhagnað félaga annars vegar og arðgreiðslur hins vegar miðað við tekjuárið 2000. Þessar tölur einar og sér sýna þó sjaldnast samanlagða raunskattlagningu félags og eigenda þess þar sem í gildi eru mjög mismunandi reglur um frádráttarbærni arðs, ýmist í hendi félagsins eða eigandans. Þeim er því einungis ætlað að gefa almenna mynd af skattlagningu hagnaðar, en engar nýlegar rannsóknir liggja fyrir um eiginlega raunskattlagningu hagnaðar svo vitað sé.

Skattlagning hagnaðar í helstu aðildarríkjum OECD.


Tekjuskattur lögaðila, % Skattlagning arðgreiðslna, %
Austurríki 34 25
Ástralía 34 36
Bandaríkin 40 40
Belgía 40 15
Bretland 30 33
Danmörk 30 25
Finnland 28 29
Frakkland 35 33
Holland 35 25
Írland 20 24
Ísland 30 10
Ítalía 40 13
Japan 42 35
Kanada 42 22
Lúxemborg 38 25
Noregur 28 28
Nýja Sjáland 33 33
Portúgal 35 25
Spánn 35 29
Sviss 25 35
Svíþjóð 28 20
Þýskaland 39 48
Heimild: OECD og KPMG.

     3.      Hve mörg fyrirtæki greiða tekjuskatt hér á landi, hvernig skiptast þau eftir atvinnugreinum og skattumdæmum árin 1999–2001 og hver er tekjuskattur fyrirtækja þessi ár sem hlutfall af þjóðarframleiðslu?
    Í eftirfarandi töflu frá embætti ríkisskattstjóra koma fram upplýsingar um fjölda þeirra fyrirtækja (einstaklingsrekstur ekki meðtalinn) sem greiða tekjuskatt, tekjuskattsgreiðslur og skiptingu þeirra eftir skattumdæmum, enn fremur um heildarfjölda skattskyldra lögaðila. Hins vegar liggja ekki fyrir upplýsingar um skiptingu þeirra eftir atvinnugreinum, en í skýrslu nefndar um verðbólgureikningsskil er að finna töflur sem gefa allgóða hugmynd um þessa skiptingu fyrir rekstrarárin 1998 og 1999. Þessi skýrsla birtist í heild sinni sem fylgiskjal I með frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt o.fl. sem nú liggur fyrir Alþingi (þskj. 114, 114. mál).

Tekjuskattur lögaðila 1999–2001.


Skattumdæmi
Miðað við framtalsár Reykja-
vík
Reykja-
nes
Vestur-
land
Vest-
firðir
Norður-
land
vestra
Norður-
land
eystra
Austur-
land
Suður-
land
Vest-
manna-
eyjar
Landið
allt
1999
Tekjuskattur, millj. kr. 6.778 1.828 151 109 74 400 105 203 61 9.709
Fjöldi tekjuskattsgreiðenda 3.235 1.321 207 196 129 450 156 238 72 6.004
Fjöldi skattskyldra lögaðila 7.167 2.950 626 513 395 1.082 578 671 204 14.186
2000
Tekjuskattur, millj. kr. 7.417 1.757 148 101 102 387 115 256 35 10.318
Fjöldi tekjuskattsgreiðenda 3.867 1.523 217 225 135 513 139 332 80 7.031
Fjöldi skattskyldra lögaðila 7.961 3.347 673 549 428 1.146 748 623 214 15.689
2001
Tekjuskattur, millj. kr. 6.225 1.730 153 133 108 343 99 322 28 9.140
Fjöldi tekjuskattsgreiðenda 4.015 1.691 266 216 156 581 169 363 79 7.536
Fjöldi skattskyldra lögaðila 8.582 3.830 732 594 471 1.227 647 816 234 17.133
Heimild: RSK.

    Eftirfarandi tafla sýnir tekjuskatt fyrirtækja sem hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrir árin 1991–2000, en í fylgiskjali er að finna upplýsingar um opinber gjöld lögaðila 1991–2000.

Tekjuskattur lögaðila sem hlutfall af landsframleiðslu 1991–2000.


Ár Tekjuskattur lögaðila Landsframleiðsla Hlutfall, %
1991 3.970 368.475 1,1
1992 4.209 399.248 1,1
1993 3.934 400.417 1,0
1994 4.249 412.039 1,0
1995 5.133 438.822 1,2
1996 5.195 451.372 1,2
1997 6.076 483.965 1,3
1998 7.592 524.136 1,4
1999 9.709 579.286 1,7
2000 10.318 623.419 1,7

     4.      Hverjar eru skattgreiðslur fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hins vegar á árunum 1999–2001:
                  a.      sem hlutfall af heildarsköttum,
                  b.      sem hlutfall af þjóðarframleiðslu?
        Óskað er einnig eftir samanburði á þessum efnisþáttum við skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja innan annarra ríkja OECD.
     5.      Hvert er hlutfall heildarskattlagningar á tekjur af atvinnurekstri annars vegar og laun hins vegar hér á landi og samanborið við önnur ríki OECD á árunum 1997–2001?
    Eftirfarandi tafla sýnir áætlaða skiptingu skattgreiðslna milli fyrirtækja og einstaklinga á tímabilinu 1999–2001, sem og hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu. Síðan kemur tafla sem sýnir hlutfallslega sundurliðun á skatttekjum hins opinbera fyrir OECD-löndin í heild árið 1998 þar sem ekki liggur fyrir nýrra uppgjör frá stofnuninni.

Skipting á skattgreiðslum milli fyrirtækja og einstaklinga 1999–2001.


1999 2000 2001
Skattgreiðslur einstaklinga sem % af skatttekjum 83,0 82,6 83,0
Skattgreiðslur fyrirtækja sem % af skatttekjum 17,0 17,4 17,0
Skattgreiðslur einstaklinga sem % af VLF 25,0 24,6 23,7
Skattgreiðslur fyrirtækja sem % af VLF 5,1 5,2 4,9

    Sambærileg sundurliðun á skiptingu skatta fyrir önnur OECD-lönd liggur ekki fyrir en næsta tafla sýnir sundurliðun á skatttekjum hins opinbera fyrir OECD-löndin í heild árið 1998. Mikilvægt er að gera greinarmun á tekjum hins opinbera í heild og skatttekjum ríkissjóðs þar sem hlutur sveitarfélaga getur verið mismunandi eftir löndum.

Hlutfallsleg skipting skatttekna hins opinbera í OECD-löndum 1998.


Tekjuskattur einstaklinga Tekjuskattur lögaðila Tryggingargjald og aðrir launaskattar Eignarskattar Skattar á vöru og þjónustu
Austurríki 22,5 4,8 40,3 1,3 27,9
Ástralía 43,3 15,2 6,6 9,5 25,5
Bandaríkin 40,5 9,0 23,7 10,6 16,2
Belgía 30,7 8,5 31,5 3,2 24,9
Bretland 27,5 11,0 17,6 10,7 32,6
Danmörk 51,6 5,6 3,9 3,6 33,2
Finnland 32,3 9,0 25,2 2,4 30,7
Frakkland 17,4 59,0 39,5 7,3 26,6
Grikkland 13,2 6,4 32,3 3,8 41,0
Holland 15,2 10,6 39,9 4,9 27,7
Írland 30,9 10,7 13,8 5,2 38,7
Ísland 35,2 3,4 8,3 7,1 45,9
Ítalía 25,0 7,0 29,5 4,8 27,4
Japan 18,8 13,3 38,4 10,5 18,8
Kanada 38,5 10,0 15,8 10,4 24,7
Kórea 20,1 12,2 11,4 11,4 40,5
Lúxemborg 18,8 19,7 25,6 8,4 26,1
Mexíkó 29,5 18,0 51,3
Noregur 27,3 9,7 23,3 2,4 37,2
Nýja Sjáland 41,8 10,9 0,9 5,7 36,0
Portúgal 17,1 11,6 25,5 2,9 41,3
Pólland 22,0 7,5 33,1 3,0 34,4
Spánn 20,8 7,3 35,2 6,0 29,4
Sviss 31,8 6,0 35,7 8,3 18,2
Svíþjóð 35,0 5,7 33,5 3,7 21,6
Tékkland 13,6 9,7 44,1 1,5 31,0
Tyrkland 27,0 5,8 14,3 2,8 35,7
Ungverjaland 16,8 5,6 36,2 1,6 39,0
Þýskaland 25,0 4,4 40,4 2,4 27,4
OECD í heild 27,1 8,9 25,6 5,4 31,3
ESB 25,6 8,7 28,9 4,7 30,2




Fylgiskjal.


Opinber gjöld lögaðila 1991–2000, millj. kr.

1991* 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Tekjuskattur 3.970 4.209 3.934 4.249 5.133 5.195 6.076 7.592 9.709 10.318
Fjármagnstekjuskattur** - - - - - - - 65 40 1.160
Eignarskattar alls 1.366 1.363 1.344 1.455 1.614 1.727 1.959 2.087 2.149 2.454
    þar af almennur eignarskattur
1.130

1.128

1.113

1.204

1.335

1.429

1.622

1.727

1.779

2.031
    þar af sérstakur eignarskattur
236

235

232

251

278

298

338

360

371

423
Iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald***
212

228

200

212

233

232

276

118

175

181
Markaðsgjald/útflutningsráðsgjald**** 86 95 81 152 139 125 109 118 0 -
Markaðsgjald 0 0 152 139 125 109 118 0
Útflutningsráðsgjald 86 95 81 0 0 0 0 0 0
Tryggingagjald 0 7.826 8.222 8.419 9.320 9.882 11.906 12.575 14.681 16.392
    þar af staðgreiðsla 0 7.824 8.215 8.416 9.319 9.880 11.900 12.575 14.681 16.391
    þar af gjaldfallið 1. ágúst 0 2 7 3 1 2 6 0 0 1
Rekstrargjald
Aðstöðugjald 4.201 4.482 4.166 - - - - - - -
Búnaðargjald 0 33 106
Þróunarsjóðsgjald 0 0 0 73 63
Skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði 417 369 398 0 0 0 0 0 0 0
Kirkjugarðsgjald 63 68 63
Önnur gjöld***** 480 437 461 0 73 63 - - - -
Samtals 10.315 18.641 18.408 14.487 16.510 17.223 20.327 22.555 26.787 30.612
Alls 26.754 30.506
*    Tryggingagjald var tekið upp árið 1992 og kom það í staðinn fyrir ýmis önnur gjöld, svo sem launaskatt. Þar sem launaskattur er ekki innifalinn í álagningartölum fyrir árið 1991 er heildarálagning ekki sambærileg milli áranna 1991 og 1992.
**    Greiddur af lögaðilum sem undanþegnir eru tekjuskatti og eignarskatti, sbr. lög nr. 75/1981.
***    Iðnlánasjóðsgjald var lagt niður við álagningu 1998.
****    Markaðsgjald er nú lagt á með tryggingagjaldi.
*****    Önnur gjöld eru skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, kirkjugarðsgjald og þróunarsjóðsgjald.
Heimild: RSK.