Ferill 272. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 322  —  272. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um grasmjölsframleiðslu.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hve mikið hefur verið framleitt af grasmjöli og graskögglum hér á landi árlega sl. þrjú ár og hver er birgðastaðan nú?
     2.      Hversu mikið hefur verið flutt inn og út af grasmjöli, hreinu og í fóðurblöndum, sl. þrjú ár?
     3.      Hver er samkeppnisstaða íslenskrar grasmjölsframleiðslu gagnvart innfluttu grasmjöli og fóðurblöndum sem innihalda grasmjöl og hver er samkeppnisstaða annarrar innlendrar fóðurframleiðslu í samanburði við önnur lönd í Evrópu hvað beina eða óbeina framleiðslustyrki og tollvernd varðar?
     4.      Hefur farið fram úrelding á grasmjölsverksmiðjum á sl. þremur árum og sé svo, hvernig hefur hún farið fram?
     5.      Hve margar grasmjölsverksmiðjur eru nú starfandi hér á landi, hvar eru þær, hvert er eignarhald þeirra, hve mörg ársstörf eru unnin þar og hver er framtíðarstaða þeirra?


Skriflegt svar óskast.