Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 487  —  351. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um áhrif lækkunar tekjuskatts.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvaða áhrif hefur lækkun tekjuskatts á fyrirtæki úr 30% í 18%, 11% eða 0% ein sér á gengi hlutabréfa, þ.e. óháð öðrum breytingum?
     2.      Hvert er verðmæti óselds hluta ríkissjóðs í Landsbankanum hf. og Búnaðarbankanum hf. miðað við verð á markaði daginn fyrir tilkynningu um lækkun tekjuskatts á fyrirtæki úr 30% í 18%? Hvert er verðmat á óseldum hluta Landssímans hf. miðað við 30% tekjuskatt?
     3.      Hvað hækkar samanlagður óseldur eignarhluti ríkisins í Landsbankanum hf., Búnaðarbankanum hf. og Landssímanum hf. við lækkun tekjuskatts úr 30% í 18%, 11% eða 0%? Hvað kostar lækkun tekjuskatts ríkissjóð árlega miðað við óbreyttan skattstofn?