Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 650  —  393. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um útdrátt og endurgreiðslu húsbréfa.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hversu mörg húsbréf hefur Íbúðalánasjóður innleyst og endurgreitt frá upphafi og hvað nema endurgreiðslurnar háum fjárhæðum?
     2.      Hversu mörg útdregin húsbréf hafa ekki verið innleyst af eigendum frá stofnun húsbréfakerfisins, hve hátt hlutfall er það af útdregnum húsbréfum frá upphafi og hver er samanlögð fjárhæð þeirra, uppfærð til núgildandi verðlags?
     3.      Hvernig hefur það fé verið varðveitt, hve há er ávöxtun þess, ef um hana er að ræða, og hvert hefur hún runnið?
     4.      Hve mikið er vaxtatap þeirra sem ekki hafa innleyst útdregin húsbréf miðað við meðalávöxtun húsbréfa, sundurliðað eftir árum útdreginna húsbréfa og vaxtafært frá útdrætti til 1. janúar 2002?
     5.      Hversu hátt hlutfall útgefinna húsbréfa (utan rafrænna bréfa) er í vörslu fyrirtækja sem annast viðskipti með húsbréf?
     6.      Hvernig hafa Íbúðalánasjóður eða ráðuneytið vakið athygli á útdregnum, óinnleystum húsbréfum og stendur til að bæta eða breyta aðferðum sem beitt hefur verið?


Skriflegt svar óskast.