Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 664  —  332. mál.



Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjánssonar um greiðslur fyrir sjúkra- og innanlandsflug.

     1.      Hversu miklu fé úr ríkissjóði var varið árlega til að styrkja sjúkraflug og innanlandsflug sl. tíu ár og það sem af er þessu ári, skipt eftir landsvæðum eða kjördæmum?
    Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Tryggingastofnun hefur samtals verið varið 663,3 millj. kr. til að styrkja innanlandsflug og sjúkraflug frá og með árinu 1991 til og með árinu 2001. Fjárhæðin skiptist þannig, eftir árum og tegund flugs í millj. kr.:

Almennt flug Sjúkraflug Samtals
1991 29,5 29,5
1992 29,5 29,5
1993 9,2 31,9 41,0
1994 14,3 31,6 45,9
1995 18,9 29,1 48,0
1996 4,8 38,4 43,2
1997 4,2 40,5 44,7
1998 3,8 42,4 46,2
1999 12,7 41,9 54,6
2000 22,1 50,2 72,4
2001 95,9 112,4 208,3
Samtals 185,9 477,4 663,3

    Fyrirliggjandi gögn um styrki eru mismunandi milli ára hvað varðar sundurliðun og er ekki unnt að greina styrkina að öllu leyti eftir landsvæðum eða kjördæmum eins og óskað er eftir, en þegar slík sundurliðun liggur ekki fyrir er nafn styrkþega birt (millj. kr.):

Styrkþegi/verkefni Almennt flug Sjúkraflug
1991
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
29,5
1992
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
29,5
1993
Flugfélag Austurlands hf.
6,0
Flugfélagið Ernir
2,2
Flugsamgöngur við Grímsey
1,0
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
31,9
1994
Flugfélag Austurlands hf.
5,5
Flugfélag Norðurlands, Grímseyjarflug
1,6
Flugfélag Vals Andersen
1,5
Flugfélagið Ernir
4,5
Íslandsflug
1,2
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
31,6
1995
Flugfélag Austurlands hf.
4,6
Flugfélag Norðurlands hf.
0,8
Flugfélag Vestmannaeyja hf.
5,3
Flugfélagið Ernir
4,6
Flugsamgöngur við Gjögur
2,8
Flugsamgöngur við Grímsey
1,6
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
28,3
1996
Flugfélag Austurlands hf.
4,5
Flugfélag Norðurlands hf.
1,9
Flugfélag Vestmannaeyja hf.
2,2
Flugsamgöngur við Gjögur
1,5
Flugsamgöngur við Grímsey
1,5
Flugsamgöngur við Kópasker–Raufarhöfn
0,7
Flugsamgöngur við Siglufjörð
1,1
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
25,3
Sjúkraflug á Vestfjörðum
4,5
1997
Flugfélag Austurlands hf.
4,2
Flugfélag Norðurlands hf.
1,9
Flugfélag Vestmannaeyja hf.
4,2
Flugsamgöngur við Gjögur
1,5
Flugsamgöngur við Grímsey
1,5
Flugsamgöngur við Norður-Þingeyjarsýslu
0,7
Flugsamgöngur við Siglufjörð
0,5
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
25,7
Sjúkraflug á Vestfjörðum
4,5
1998
Flugsamgöngur við Gjögur
3,8
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
26,7
Sjúkraflug á Austurlandi
4,9
Sjúkraflug á Norðurlandi
1,7
Sjúkraflug á Vestfjörðum
4,8
Sjúkraflug í Vestmannaeyjum
4,3
1999
Flugsamgöngur við Gjögur
5,1
Flugsamgöngur við Grímsey
5,8
Flugsamgöngur við Ísafjörð–Vesturbyggð
1,8
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
24,2
Sjúkraflug á Austurlandi
4,0
Sjúkraflug á Norðurlandi
1,7
Sjúkraflug á Vestfjörðum
6,0
Sjúkraflug í Vestmannaeyjum
6,0
2000
Flugfélag Íslands
12,9
Flugsamgöngur við Gjögur
2,7
Flugsamgöngur við Grímsey
3,0
Flugsamgöngur við Ísafjörð–Vesturbyggð
1,4
LIO ehf.
2,1
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
32,0
Sjúkraflug á Austurlandi
1,2
Sjúkraflug á Norðurlandi
5,5
Sjúkraflug á Vestfjörðum
5,5
Sjúkraflug í Vestmannaeyjum
6,0
2001
Flugsamgöngur við Norðausturland/Grímsey
50,5
Flugsamgöngur við Vestfirði
6,4
Flugsamgöngur við Vestfirði/Gjögur
39,0
Samkvæmt reikningi til Tryggingastofnunar
22,8
Sjúkraflug á Norður- og Austurlandi
46,9
Sjúkraflug á Vestfjörðum
31,4
Sjúkraflug í Vestmannaeyjum
11,3

     2.      Hvaða samningar um greiðslur eru í gildi og hverjar eru áætlanir næsta árs, skipt eftir landsvæðum eða kjördæmum?
    Eftirtaldir samningar eru í gildi um innanlandsflug: Við Íslandsflug um flug á flugleiðunum Ísafjörður–Bíldudalur–Ísafjörður, Reykjavík–Gjögur–Reykjavík og Reykjavík–Bíldudalur–Reykjavík. Við Flugfélag Íslands um flug á flugleiðunum Akureyri–Þórshöfn–Vopnafjörður–Akureyri, Akureyri–Ísafjörður–Akureyri og Akureyri–Egilsstaðir–Akureyri.
    Eftirtaldir samningar eru í gildi um sjúkraflug: Við Flugfélag Íslands á norðursvæði. Við Íslandsflug á Vestfjarða- og suðursvæði. Við Flugfélag Vestmannaeyja um Vestmannaeyjar.
    Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2002 er áætlað að verja 92,4 millj. kr. til styrkja til innanlandsflugs og 112,4 millj. kr. til styrkja til sjúkraflugs.

     3.      Viðhald hvaða smærri flugvalla er á vegum ríkisins og um hvaða flugvelli hafa verið gerðir verksamningar við samtök eða sveitarfélög?
    Gerðir hafa verið verksamningar um viðhald á flugvöllunum í Neskaupstað, á Raufarhöfn og Siglufirði. Viðhald annarra flugvalla er á vegum ríkisins.

     4.      Hvaða smærri flugvellir hafa verið lagðir af árlega sl. tíu ár?
    Áætlunarflug til eftirtalinna flugvalla hefur lagst af sl. tíu ár.:

Flugvellir
1991 Ólafsfjörður
1992 Blönduós
1993 Bakkafjörður, Rif , Stykkishólmur
1994 Breiðdalsvík, Suðureyri
1996 Borgarfjörður
1997 Flateyri, Hólmavík , Norðfjörður
1998 Kópasker, Raufarhöfn
2001 Húsavík, Siglufjörður