Ferill 421. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 681  —  421. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um einhverf börn.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hve margir hafa greinst með einhverfu á ári sl. áratug?
     2.      Hvert er mat Greiningarstöðvar ríkisins á þróun einhverfu? Hver er skýring stöðvarinnar á fjölgun tilvika, ef sú er raunin, og er ástæða til sérstakra viðbragða eða aðgerða?
     3.      Hvernig er nú búið að einhverfum börnum og aðstandendum þeirra? Er sérstök þörf úrbóta á stöðu þeirra?


Skriflegt svar óskast.