Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 987  —  627. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fjölda fæðinga og kostnað við þær.

Frá Svanfríði Jónasdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.



     1.      Hver var fjöldi fæðinga á ári 1998–2001, sundurliðað eftir
                  a.      heimafæðingum,
                  b.      fæðingum á fæðingardeildum sjúkrahúsa,
                  c.      fjölda fæðinga á hverri fæðingardeild fyrir sig,
                  d.      fjölda barna sem tekin voru með keisaraskurði á hverjum stað?
     2.      Hver er kostnaður Tryggingastofnunar og/eða sjúkrahúss við
                  a.      heimafæðingu,
                  b.      fæðingu á fæðingardeild sjúkrahúss við mismunandi langa sængurlegu,
                  c.      keisaraskurð?


Skriflegt svar óskast.