Ferill 683. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1099  —  683. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um aðild að samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó og bókun um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)


    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að samningi um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó og bókun um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu sem gerð voru í Róm 10. mars 1988.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 var öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallað saman. Með ályktun öryggisráðsins nr. 1368 (2001) 12. september 2001 voru hryðjuverkin fordæmd og ríki heims hvött til að vinna saman að því að leita þá uppi sem stóðu á bak við þau og koma lögum yfir þá. Einnig voru ríki hvött til að fullgilda fyrirliggjandi alþjóðasamninga gegn hryðjuverkum og hrinda ákvæðum þeirra í framkvæmd.
    Ísland er þegar aðili að meiri hluta hryðjuverkasamninganna, en stefnt er að fullgildingu þeirra samninga sem Ísland er ekki aðili að fyrir vorið 2002. Með ályktun 8. mars 2002 heimilaði Alþingi ríkisstjórninni að fullgilda þá tvo samninga sem telja verður mikilvægasta af þessum samningum, þ.e. alþjóðasamning um að koma í veg fyrir hryðjuverkasprengingar frá 15. desember 1997 og alþjóðasamning um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi frá 9. desember 1999.
    Samningur um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó og bókun við þann samning um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu, sem gerð voru í Róm 10. mars 1988, eru á meðal þeirra samninga sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sem hryðjuverkasamninga.
    Samkvæmt 5. gr. samningsins um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó skal hvert aðildarríki leggja refsingu við þeim afbrotum, sem fjallað er um í 3. gr. samningsins, þannig að tillit sé tekið til alvarleika þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. telst maður hafa framið afbrot ef hann með ólögmætum hætti og af ásetningi:
     a)      tekur skip eða yfirtekur stjórn skips með valdi eða hótun um að beita valdi eða þvingar slíkt fram á einhvern annan hátt með hótunum;
     b)      beitir mann ofbeldi um borð í skipi og slík aðgerð er líkleg til þess að stofna öruggri siglingu skipsins í hættu;
     c)      eyðileggur skip eða veldur tjóni á skipi eða farmi þess sem líklegt má telja að stofni öruggri siglingu skipsins í hættu;
     d)      kemur fyrir, eða er valdur að því að komið sé fyrir, um borð í skipi, með hvaða hætti sem er, búnaði eða efni sem líklegt er að eyðileggi skipið eða valdi tjóni á skipinu eða farmi þess sem stofnar, eða líklegt má telja að stofni, öruggri siglingu skipsins í hættu;
     e)      eyðileggur eða veldur alvarlegu tjóni á siglingatækjum eða truflar starfrækslu þeirra á alvarlegan hátt og slík aðgerð er líkleg til þess að stofna öruggri siglingu skips í hættu;
     f)      kemur upplýsingum á framfæri sem hann veit að eru rangar og stofnar með því öruggri siglingu skips í hættu; eða
     g)      meiðir mann eða banar manni samfara því að fremja eða gera tilraun til að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í a- til f-lið.
    Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. telst maður einnig hafa framið afbrot ef hann gerir tilraun til þess að fremja eitthvert áðurnefndra afbrota, hvetur til þeirra, er í vitorði með brotamanni eða hótar að fremja þau.
    Samningurinn gildir um skip sem siglt er, eða áætlað er að sigla, inn í, gegnum eða út af hafsvæði sem er utan ytri marka landhelgi einstaks ríkis eða hliðlægra marka milli landhelgi þess og landhelgi aðliggjandi ríkja. Samningurinn gildir einnig í þeim tilvikum þegar meintur brotamaður er á yfirráðasvæði aðildarríkis, sbr. 4. gr.
    Samkvæmt 2. gr. samningsins gildir hann ekki um herskip, skip í ríkiseigu eða ríkisrekstri sem er notað sem hjálparskip flotans eða toll- eða löggæsluskip, eða skip sem er ekki lengur siglt eða hefur verið lagt upp.
    Í samningnum er m.a. að finna ákvæði um refsilögsögu, framsal og alþjóðlega réttaraðstoð.
    Í bókuninni um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu eru ákvæði áðurnefnds samnings látin ná til afbrota sem beinast að slíkum mannvirkjum. Bókunin felur því í raun í sér víkkun á gildissviði samningsins að því er varðar þau aðildarríki samningsins sem gerast aðilar að bókuninni. Einungis þeim ríkjum, sem eru aðilar að samningnum, er heimilt að gerast aðilar að bókuninni, sbr. 4. mgr. 5. gr. hennar.
    Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. bókunarinnar merkir hugtakið „botnfast mannvirki“ tilbúna eyju, útbúnað eða mannvirki sem er varanlega fest við hafsbotn í því skyni að rannsaka auðlindir eða nýta þær eða í öðrum efnahagslegum tilgangi.
    Samningurinn um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó öðlaðist gildi 1. mars 1992, en aðildarríki hans voru hinn 28. febrúar 2002 alls 67. Bókunin um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu öðlaðist sömuleiðis gildi 1. mars 1992, en aðildarríki hennar voru hinn 28. febrúar 2002 alls 60. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari og bókunin sem fylgiskjal II.
    Dóms- og kirkjumálaráðuneytið og samgönguráðuneytið hafa farið yfir samninginn og bókunina. Samkvæmt upplýsingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að lagt verði fyrir Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi frumvarp til laga um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, sem taki mið af ákvæðum samningsins og bókunarinnar. Samgönguráðuneytið hefur staðfest að aðild Íslands að samningnum og bókuninni kalli ekki á lagabreytingar á sviði þess ráðuneytis.




Fylgiskjal I.


SAMNINGUR
um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó.


Aðildarríki samnings þessa,

HAFA Í HUGA tilgang og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að varðveita frið og öryggi í heiminum og stuðla að vináttu og samvinnu meðal ríkja,


VIÐURKENNA einkanlega að allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi, eins og segir í almennu mannréttindayfirlýsingunni og alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi,


HAFA MIKLAR ÁHYGGJUR af vaxandi hryðjuverkastarfsemi í heiminum, í hverri mynd sem hún birtist, sem ógnar eða tortímir lífi saklauss fólks, stofnar mannfrelsi í hættu og skaðar stórlega mannlega reisn,

TELJA að ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó stofni öryggi manna og eigna í hættu, hafi alvarleg áhrif á rekstur þjónustustarfsemi á sjó og grafi undan tiltrú þjóða heims á öryggi í siglingum á sjó,


TELJA að það sé öllu hinu alþjóðlega samfélagi mikið áhyggjuefni að slík voðaverk skuli vera framin,

ERU SANNFÆRÐ UM að brýna nauðsyn beri til að auka samvinnu ríkja á milli við að móta og taka upp árangursríkar og hentugar ráðstafanir til að koma í veg fyrir allar ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó og að sækja þá, sem fremja slík afbrot, til saka og koma fram refsingu gagnvart þeim,

MINNAST ályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 40/61 frá 9. desember 1985 þar sem, meðal annars, „öll ríki, einhliða og í samvinnu við önnur ríki, svo og viðkomandi stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að stuðla að því að uppræta orsakir alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi stig af stigi og að gefa sérstakan gaum öllum aðstæðum, meðal annars nýlendustefnu, kynþáttamisrétti og aðstæðum þar sem um er að ræða stórkostleg og svívirðileg brot á mannréttindum, brot gegn mannfrelsi og brot sem tengjast búsetu útlendinga, sem gætu komið af stað alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og ógnað friði og öryggi í heiminum“,

MINNAST ENN FREMUR þess að í ályktun nr. 40/61 eru „allar aðgerðir, aðferðir og viðleitni, sem tengjast hryðjuverkastarfsemi, einróma fordæmdar sem glæpir, hvar sem þær eiga sér stað og hver sem stendur að þeim, þar með taldar aðgerðir, aðferðir og viðleitni sem tefla vinsamlegum samskiptum ríkja og öryggi þeirra í tvísýnu“,

MINNAST EINNIG þess að Alþjóðasiglingamálastofnunin var hvött til þess með ályktun nr. 40/61 að „afla sér vitneskju um hryðjuverkastarfsemi um borð í, eða sem er beint gegn, skipum með það í huga að setja fram tilmæli um viðeigandi ráðstafanir“,

HAFA Í HUGA ályktun þings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar nr. A.584(14) frá 20. nóvember 1985, þar sem farið var fram á að undirbúnar yrðu ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir sem ógna öryggi skipa og farþega og áhafna um borð í þeim,

VEITA ÞVÍ ATHYGLI að aðgerðir áhafnar, sem venjulegar agareglur um borð í skipi gilda um, eru utan gildissviðs samnings þessa,

STAÐFESTA að æskilegt er að gaumgæfa reglur og staðla, sem tengjast því að koma í veg fyrir og hafa hemil á ólögmætum aðgerðum sem er beint gegn skipum og mönnum um borð í skipum, með það í huga að uppfæra þau eftir þörfum og, hvað þetta varðar, veita með velþóknun athygli ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir, sem er beint gegn farþegum og áhöfnum um borð í skipum, sem siglingaöryggisnefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar hefur gert tillögu um,

STAÐFESTA ENN FREMUR að reglur og meginreglur almenns þjóðaréttar munu áfram gilda um málefni sem samningur þessi setur ekki reglur um,

VIÐURKENNA nauðsyn þess að öll ríki fari í einu og öllu eftir reglum og meginreglum almenns þjóðaréttar í baráttu sinni gegn ólögmætum aðgerðum gegn öryggi í siglingum á sjó,

OG HAFA ORÐIÐ ÁSÁTT um eftirfarandi:

1. gr.


    Í samningi þessum merkir „skip“ skip af hvaða gerð sem er sem ekki er fest við hafsbotn að staðaldri, meðal annars hreyfiborið far, köfunartæki eða hvaða annað fljótandi far sem er.


2. gr.


    1. Samningur þessi gildir ekki um:
a)    herskip;
b)    skip í ríkiseigu eða ríkisrekstri sem er notað sem hjálparskip flotans eða toll- eða löggæsluskip; eða
c)    skip sem er ekki lengur siglt eða hefur verið lagt upp.
    2. Samningur þessi hefur engin áhrif á friðhelgi herskipa og annarra ríkisskipa sem eru ekki gerð út í viðskiptaskyni.

3. gr.


    1. Maður telst hafa framið afbrot ef hann með ólöglegum hætti og af ásetningi:
a)    tekur skip eða yfirtekur stjórn skips með valdi eða hótun um að beita valdi eða þvingar slíkt fram á einhvern annan hátt með hótunum;
b)    beitir mann ofbeldi um borð í skipi og slík aðgerð er líkleg til þess að stofna öruggri siglingu skipsins í hættu;
c)    eyðileggur skip eða veldur tjóni á skipi eða farmi þess sem líklegt má telja að stofni öruggri siglingu skipsins í hættu;
d)    kemur fyrir, eða er valdur að því að komið sé fyrir, um borð í skipi, með hvaða hætti sem er, búnaði eða efni sem líklegt er að eyðileggi skipið eða valdi tjóni á skipinu eða farmi þess sem stofnar, eða líklegt má telja að stofni, öruggri siglingu skipsins í hættu;
e)    eyðileggur eða veldur alvarlegu tjóni á siglingatækjum eða truflar starfrækslu þeirra á alvarlegan hátt og slík aðgerð er líkleg til þess að stofna öruggri siglingu skips í hættu;
f)    kemur upplýsingum á framfæri sem hann veit að eru rangar og stofnar með því öruggri siglingu skips í hættu; eða
g)    meiðir mann eða banar manni samfara því að fremja eða gera tilraun til þess að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í a- til f-lið.

    2. Maður telst einnig hafa framið afbrot ef hann:

a)    gerir tilraun til þess að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í 1. mgr.;
b)    hvetur til þess að eitthvert þeirra afbrota, sem fjallað er um í 1. mgr. og einhver maður gerir sig sekan um, sé framið eða er með öðrum hætti vitorðsmaður þess sem fremur slíkt afbrot; eða
c)    hótar, með eða án skilyrðis, eins og kveðið er á um í landslögum, í því skyni að neyða einstakling eða lögaðila til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í b-, c- og e-liðum 1. mgr., séu líkur á að hótunin stofni öruggri siglingu viðkomandi skips í hættu.

4. gr.


    1. Samningur þessi gildir ef skipi er siglt, eða áætlað er að sigla því, inn í, gegnum eða út af hafsvæði sem er utan ytri marka landhelgi einstaks ríkis eða hliðlægra marka milli landhelgi þess og landhelgi aðliggjandi ríkja.
    2. Í þeim tilvikum sem samningur þessi gildir ekki skv. 1. mgr. skal hann engu að síður gilda þegar viðkomandi brotamaður eða meintur brotamaður er á yfirráðasvæði aðildarríkis, annars en þess ríkis sem um getur í 1. mgr.

5. gr.


    Hvert aðildarríki skal leggja viðeigandi refsingu við þeim afbrotum, sem fjallað er um í 3. gr., þannig að tillit sé tekið til alvarleika þeirra.


6. gr.


    1. Hvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afla sér lögsögu vegna þeirra afbrota, sem fjallað er um í 3. gr., þegar afbrotið:

a)    beinist gegn eða er framið um borð í skipi sem siglir undir fána þess á þeim tíma þegar afbrotið er framið;
b)    er framið á yfirráðasvæði fyrrnefnds ríkis, þar með talið innan landhelgi þess; eða
c)    er framið af ríkisborgara fyrrnefnds ríkis.
    2. Aðildarríki getur og aflað sér lögsögu vegna hvers slíks afbrots þegar:
a)    afbrotið er framið af ríkisfangslausum manni sem hefur fasta búsetu í því ríki;
b)    ríkisborgari þess ríkis er tekinn með valdi meðan afbrotið er framið, honum ógnað, hann meiddur eða honum banað; eða
c)    afbrotið er framið í tilraun til þess að neyða það ríki til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert.
    3. Hvert það aðildarríki, sem hefur aflað sér lögsögu sem um getur í 2. mgr., skal tilkynna það aðalframkvæmdastjóra Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (hér á eftir nefndur „aðalframkvæmdastjórinn“). Ógildi slíkt aðildarríki seinna fyrrnefnda lögsögu skal það tilkynna aðalframkvæmdastjóranum um það.
    4. Hvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afla sér lögsögu vegna þeirra afbrota, sem fjallað er um í 3. gr., þegar meintur brotamaður er staddur á yfirráðasvæði þess og það framselur hann ekki neinu því aðildarríki sem hefur aflað sér lögsögu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar.
    5. Samningur þessi útilokar ekki refsilögsögu sem er beitt í samræmi við landslög.


7. gr.


    1. Ef brotamaður eða meintur brotamaður er staddur á yfirráðasvæði aðildarríkis skal það, er það hefur gengið úr skugga um að aðstæður réttlæti það, hneppa hann í varðhald eða gera aðrar ráðstafanir, samkvæmt landslögum sínum, til að tryggja nærveru hans eins lengi og nauðsyn krefur til þess að unnt sé að höfða sakamál eða hefja málsmeðferð vegna framsals.
    2. Sama aðildarríki skal án tafar láta fara fram undirbúningsrannsókn á málsatvikum í samræmi við eigin löggjöf.
    3. Hver sá, sem ráðstöfununum, sem um getur í 1. mgr., er beint gegn, á rétt á:

a)    að hafa tafarlaust samband við næsta viðeigandi fulltrúa þess ríkis þar sem hann á ríkisborgararétt eða þess ríkis sem á annan hátt er bært til að koma á slíku sambandi eða, sé hann ríkisfangslaus, þess ríkis sem yfirráðasvæði hefur þar sem hann hefur fasta búsetu;
b)    að fulltrúi þess ríkis vitji hans.
    4. Með réttindi þau, sem um getur í 3. mgr., skal farið í samræmi við lög og reglur í því ríki sem hefur yfirráðasvæði þar sem brotamaður eða meintur brotamaður er staddur, þó með þeim fyrirvara að þau lög og reglur nái að fullu þeim tilgangi sem réttindum þeim, sem kveðið er á um í 3. mgr., er ætlað að ná.
    5. Þegar aðildarríki hefur hneppt mann í varðhald samkvæmt þessari grein skal það þegar tilkynna þeim ríkjum, sem hafa aflað sér lögsögu í samræmi við 1. mgr. 6. gr., og, ef það telur rétt að gera svo, öðrum ríkjum, sem láta sig það varða, um að maðurinn sé í varðhaldi og um þau atvik sem réttlæta varðhald hans. Ríkið sem annast undirbúningsrannsóknina, sem er ráðgerð skv. 2. mgr. þessarar greinar, skal þegar skýra fyrrnefndum ríkjum frá niðurstöðum sínum og taka fram hvort það hyggist beita lögsögu sinni.

8. gr.


    1. Skipstjóra skips aðildarríkis („fánaríkisins“) er heimilt að afhenda yfirvöldum í öðru aðildarríki („móttökuríkinu“) hvern þann mann sem hann hefur rökstudda ástæðu til að ætla að hafi framið eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í 3. gr.
    2. Fánaríkið skal tryggja að skipstjóra skips þess sé skylt, þegar því verður komið við og ef unnt er áður en komið er inn í landhelgi móttökuríkisins, og þegar um borð er maður sem skipstjórinn hyggst afhenda í samræmi við 1. mgr., að tilkynna yfirvöldum í móttökuríkinu um þá fyrirætlun sína að afhenda manninn og ástæður þess.

    3. Móttökuríkið skal samþykkja að viðkomandi sé afhentur, nema það hafi ástæðu til að ætla að samningurinn gildi ekki um þær aðgerðir sem eru tilefni afhendingar, og haga gerðum sínum í samræmi við ákvæði 7. gr. Móttökuríki, sem neitar að samþykkja afhendingu, skal jafnframt greina frá ástæðum neitunar.
    4. Fánaríkið skal tryggja að skipstjóra skips þess sé skylt að láta yfirvöldum í móttökuríkinu í té þau sönnunargögn sem hann hefur undir höndum og varða meint afbrot.
    5. Móttökuríki, sem hefur samþykkt afhendingu manns í samræmi við 3. mgr., er aftur á móti heimilt að fara þess á leit við fánaríkið að það samþykki afhendingu mannsins. Fánaríkið skal fjalla um hverja slíka beiðni og fallist það á hana skal það haga gerðum sínum í samræmi við ákvæði 7. gr. Hafni fánaríkið beiðni skal það afhenda móttökuríkinu yfirlýsingu um ástæður þess.

9. gr.


    Samningur þessi skal engin áhrif hafa á reglur þjóðaréttar sem varða hæfni ríkja til þess að beita lögsögu á sviði rannsóknar eða fullnustu um borð í skipum sem sigla ekki undir fána þeirra.


10. gr.


    1. Því aðildarríki, sem hefur yfirráðasvæði þar sem brotamaður eða meintur brotamaður er staddur, er undantekningarlaust skylt, í málum sem 6. gr. gildir um og framselji það hann ekki og hvort sem afbrotið var framið á yfirráðasvæði þess eða ekki, að senda málið án tafar viðeigandi yfirvöldum sínum til saksóknar með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum þess. Fyrrnefnd yfirvöld skulu taka ákvörðun sína á sama hátt og í öðrum alvarlegum brotamálum samkvæmt lögum þess ríkis.

    2. Hverjum þeim, sem málsmeðferð beinist að í tengslum við eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í 3. gr., skal tryggð réttlát meðferð á öllum málsmeðferðarstigum, þar með talið að njóta allra þeirra réttinda og verndar sem kveðið er á um vegna slíkrar málsmeðferðar í landslögum þess ríkis sem hefur yfirráðasvæði þar sem viðkomandi er staddur.

11. gr.


    1. Litið skal svo á að afbrot, sem fjallað er um í 3. gr., séu meðal framsalsbrota í öllum framsalssamningum sem eru í gildi milli aðildarríkja. Aðildarríki skuldbinda sig til að telja slík afbrot meðal framsalsbrota í öllum framsalssamningum sem síðar kunna að verða gerðir milli þeirra.
    2. Þegar aðildarríki, sem gerir framsalssamning að skilyrði fyrir framsali, tekur við framsalsbeiðni frá öðru aðildarríki, sem það hefur ekki framsalssamning við, getur það aðildarríki, sem tekur við beiðninni, að eigin ákvörðun, litið svo á að samningur þessi sé lagalegur grunnur framsals með tilliti til þeirra afbrota sem fjallað er um í 3. gr. Framsal skal háð þeim skilyrðum öðrum sem kveðið er á um í lögum þess aðildarríkis sem tekur við framsalsbeiðninni.
    3. Aðildarríki, sem gera ekki framsalssamning að skilyrði fyrir framsali, skulu viðurkenna með gagnkvæmum hætti að þau afbrot, sem fjallað er um í 3. gr., séu framsalsbrot, með þeim skilyrðum sem kveðið er á um í lögum þess ríkis sem tekur við framsalsbeiðninni.
    4. Ef nauðsynlegt er skal, að því er varðar framsal milli aðildarríkja, fara með þau afbrot, sem fjallað er um í 3. gr., eins og þau hefðu ekki einungis verið framin þar sem þau áttu sér stað, heldur einnig á stað innan lögsögu þess aðildarríkis sem leggur fram framsalsbeiðni.
    5. Aðildarríki, sem tekur við fleiri en einni framsalsbeiðni frá ríkjum, sem hafa aflað sér lögsögu í samræmi við 6. gr., og ákveður að ákæra ekki, skal, þegar velja á það ríki sem framselja á brotamanninn eða meintan brotamann til, taka eðlilegt tillit til hagsmuna og ábyrgðar þess aðildarríkis sem var fánaríki skips þegar afbrotið var framið.


    6. Ríki, sem tekur við framsalsbeiðni, skal, þegar það fjallar um beiðni um framsal meints brotamanns samkvæmt samningi þessum, taka eðlilegt tillit til þess hvort unnt sé að framfylgja réttindum hans, eins og þau eru sett fram í 3. mgr. 7. gr., í aðildarríkinu sem leggur framsalsbeiðnina fram.
    7. Að því er varðar afbrot, eins og þau eru skilgreind í samningi þessum, er ákvæðum allra framsalssamninga og tilhögunarreglna um framsal, sem eru í gildi milli aðildarríkja, breytt þeirra á milli að því marki sem þau eru í ósamræmi við samning þennan.

12. gr.


    1. Aðildarríki skulu veita hvert öðru sem mesta aðstoð í tengslum við saksókn vegna þeirra afbrota sem fjallað er um í 3. gr., meðal annars aðstoð við að afla sönnunargagna í vörslu þeirra sem eru nauðsynleg vegna saksóknarinnar.

    2. Aðildarríki skulu framkvæma skuldbindingar sínar skv. 1. mgr. í samræmi við samninga um gagnkvæma aðstoð sem kunna að vera í gildi milli þeirra. Sé slíkum samningum ekki fyrir að fara skulu aðildarríki veita hvert öðru aðstoð í samræmi við landslög sín.

13. gr.


    1. Aðildarríki skulu hafa með sér samvinnu um að koma í veg fyrir þau afbrot sem fjallað er um í 3. gr., einkum:
a)    með því að gera allar raunhæfar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að undirbúningur fari fram á yfirráðasvæði þeirra til að fremja slík afbrot innan þess eða utan;
b)    með því að skiptast á upplýsingum í samræmi við landslög sín og samræma ráðstafanir á sviði stjórnsýslu og á öðrum sviðum, eftir því sem við á, til að koma í veg fyrir að framin séu afbrot sem fjallað er um í 3. gr.
    2. Hafi siglingu skips verið frestað eða hún trufluð vegna afbrots, sem fjallað er um í 3. gr., er hverju því aðildarríki, sem yfirráðasvæði hefur þar sem skipið eða farþegar eða áhöfn þess er, skylt að gera allt sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að lagt sé hald á skip, farþega þess, áhöfn eða farm, eða að þau verði fyrir töfum, með óréttmætum hætti.

14. gr.


    Hvert það aðildarríki, sem hefur ástæðu til að ætla að afbrot, sem fjallað er um í 3. gr., verði framið, skal, í samræmi við landslög sín, láta þeim ríkjum, sem það álítur þau ríki sem hafi aflað sér lögsögu í samræmi við 6. gr., í té allar upplýsingar sem skipta máli og þau ráða yfir, eins fljótt og við verður komið.

15. gr.


    1. Hvert aðildarríki skal, í samræmi við landslög sín, láta aðalframkvæmdastjóranum í té, eins fljótt og við verður komið, allar upplýsingar sem máli skipta og það ræður yfir:
a)    um aðstæður sem tengjast afbrotinu;
b)    um þá aðgerð sem gripið er til skv. 2. mgr. 13. gr.;
c)    um þær ráðstafanir, sem eru gerðar varðandi brotamanninn eða meintan brotamann, og einkum um niðurstöður framsalsmála eða annars málareksturs.
    2. Aðildarríkið, þar sem meintur brotamaður er saksóttur, skal, í samræmi við landslög sín, skýra aðalframkvæmdastjóranum frá endanlegri niðurstöðu málsins.
    3. Aðalframkvæmdastjórinn skal framsenda öllum aðildarríkjum, aðilum að Alþjóðasiglingamálastofnuninni (hér á eftir nefnd „stofnunin“), öðrum ríkjum sem málið varðar og viðeigandi alþjóðlegum milliríkjastofnunum upplýsingarnar sem eru sendar í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr.


16. gr.


    1. Deila milli tveggja eða fleiri aðildarríkja um túlkun eða beitingu samnings þessa, sem ekki er unnt að leysa með samkomulagi innan hæfilegs tíma, skal lögð í gerð að ósk eins þeirra. Geti aðilar ekki, innan sex mánaða frá því að gerðar er óskað, komið sér saman um hvernig henni skuli hagað getur hver þeirra vísað deilunni til Alþjóðadómstólsins með beiðni samkvæmt samþykktum hans.



    2. Hvert ríki getur við undirritun samnings þessa, eða þegar það fullgildir, staðfestir eða samþykkir samninginn eða gerist aðili að honum, lýst því yfir að það telji sig ekki bundið af einhverju eða öllum ákvæðum 1. mgr. Önnur aðildarríki skulu ekki bundin af þeim ákvæðum gagnvart aðildarríki sem gert hefur slíkan fyrirvara.
    3. Ríki, sem hefur gert fyrirvara í samræmi við 2. mgr., getur hvenær sem er afturkallað hann með tilkynningu til aðalframkvæmdastjórans.


17. gr.


    1. Samningur þessi skal liggja frammi til undirritunar í Róm 10. mars 1988 af hálfu ríkja, sem taka þátt í alþjóðaráðstefnunni um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó, og í höfuðstöðvum stofnunarinnar af hálfu allra ríkja frá 14. mars 1988 til 9. mars 1989. Hann skal eftir það áfram opinn til aðildar.
    2. Ríki getur lýst sig samþykkt því að vera bundið af samningi þessum með:
a)    undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki;
b)    undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki; eða
c)    aðild.
    3. Ganga skal frá fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild með því að afhenda aðalframkvæmdastjóranum skjal þar að lútandi til vörslu.

18. gr.


    1. Samningur þessi öðlast gildi níutíu dögum eftir að fimmtán ríki hafa annaðhvort undirritað hann án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða hafa afhent skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki hans eða aðild að honum til vörslu.
    2. Að því er varðar ríki, sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki samningsins eða aðild að honum til vörslu eftir að skilyrðum fyrir gildistöku hans hefur verið fullnægt, skal fullgilding, staðfesting, samþykki eða aðild öðlast gildi níutíu dögum eftir að slík afhending fer fram.

19. gr.


    1. Hvert aðildarríki getur sagt upp samningi þessum hvenær sem er eftir að eitt ár er liðið frá þeim degi þegar samningur þessi öðlast gildi að því er varðar viðkomandi ríki.
    2. Uppsögn skal framkvæmd með því að afhenda aðalframkvæmdastjóranum uppsagnarskjal til vörslu.

    3. Uppsögn skal taka gildi einu ári eftir að aðalframkvæmdastjórinn veitir uppsagnarskjalinu viðtöku, eða síðar eins og kann að vera tilgreint í uppsagnarskjalinu.

20. gr.


    1. Stofnunin getur kallað saman þing í því skyni að endurskoða samning þennan eða breyta honum.

    2. Aðalframkvæmdastjórinn skal kalla saman þing aðildarríkja að samningi þessum í því skyni að endurskoða samninginn eða breyta honum ef þriðjungur aðildarríkja fer þess á leit, eða tíu aðildarríki, eftir því hvor talan er hærri.
    3. Líta ber svo á að skjal um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, sem er afhent til vörslu eftir að breyting á samningi þessum öðlast gildi, gildi um samninginn með áorðnum breytingum.

21. gr.


    1. Samningur þessi skal vera í vörslu aðalframkvæmdastjórans.
    2. Aðalframkvæmdastjórinn skal:
a)    tilkynna öllum ríkjum, sem hafa undirritað samning þennan eða gerst aðilar að honum, og öllum aðilum að stofnuninni um:
    i)        hverja nýja undirritun eða afhendingu skjals um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu ásamt viðeigandi dagsetningu;
    ii)    gildistökudag samnings þessa;

    iii)    afhendingu allra skjala um uppsögn samnings þessa til vörslu og hvenær slík skjöl eru móttekin og hvenær uppsögnin tekur gildi;

    iv)    móttöku allra yfirlýsinga og tilkynninga samkvæmt samningi þessum;
b)    senda öllum ríkjum, sem hafa undirritað samning þennan eða gerst aðilar að honum, staðfest rétt afrit af samningi þessum.
    3. Jafnskjótt og samningur þessi öðlast gildi skal vörsluaðilinn senda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna staðfest rétt afrit af honum til skráningar og birtingar í samræmi við 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.


22. gr.


    Samningur þessi er gerður í einu frumriti á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku og eru allir textarnir jafngildir.


ÞESSU TIL STADFESTU hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð ríkisstjórna sinna, undirritað samning þennan.

GJÖRT Í RÓM hinn 10. mars 1988.

CONVENTION
for the Supression of Unlawful Acts Against the Safety of Maritime Navigation


The States Parties to this Convention,

HAVING IN MIND the purposes and principles of the Charter of the United Nations concerning the maintenance of international peace and security and the promotion of friendly relations and co-operation among States,

RECOGNIZING in particular that everyone has the right to life, liberty and security of person, as set out in the Universal Declaration of Human Rights and the International Covenant on Civil and Political Rights,

DEEPLY CONCERNED about the world-wide escalation of acts of terrorism in all its forms, which endanger or take innocent human lives, jeopardize fundamental freedoms and seriously impair the dignity of human beings,

CONSIDERING that unlawful acts against the safety of maritime navigation jeopardize the safety of persons and property, seriously affect the operation of maritime services, and undermine the confidence of the peoples of the world in the safety of maritime navigation,

CONSIDERING that the occurrence of such acts is a matter of grave concern to the international community as a whole,

BEING CONVINCED of the urgent need to develop international co-operation between States in devising and adopting effective and practical measures for the prevention of all unlawful acts against the safety of maritime navigation, and the prosecution and punishment of their perpetrators,

RECALLING resolution 40/61 of the General Assembly of the United Nations of 9 December 1985 which, inter alia, “urges all States unilaterally and in co-operation with other States, as well as relevant United Nations organs, to contribute to the progressive elimination of causes underlying international terrorism and to pay special attention to all situations, including colonialism, racism and situations involving mass and flagrant violations of human rights and fundamental freedoms and those involving alien occupation, that may give rise to international terrorism and may endanger international peace and security”,

RECALLING FURTHER that resolution 40/61 “unequivocally condemns, as criminal) all acts, methods and practices of terrorism wherever and by whomever committed, including those which jeopardize friendly relations among States and their security”,



RECALLING ALSO that by resolution 40/61, the International Maritime Organization was invited to “study the problem of terrorism aboard or against ships with a view to making recommendations on appropriate measures”,

HAVING IN MIND resolution A.584(14) of 20 November 1985, of the Assembly of the International Maritime Organization, which called for development of measures to prevent unlawful acts which threaten the safety of ships and the security of their passengers and crews,

NOTING that acts of the crew which are subject to normal shipboard discipline are outside the purview of this Convention,

AFFIRMING the desirability of monitoring rules and standards relating to the prevention and control of unlawful acts against ships and persons on board ships, with a view to updating them as necessary, and, to this effect, taking note with satisfaction of the Measures to Prevent Unlawful Acts against Passengers and Crews on Board Ships, recommended by the Maritime Safety Committee of the International Maritime Organization,


AFFIRMING FURTHER that matters not regulated by this Convention continue to be governed by the rules and principles of general international law,

RECOGNIZING the need for all States, in combating unlawful acts against the safety of maritime navigation, strictly to comply with rules and principles of general international law,

HAVE AGREED as follows:

ARTICLE 1


    For the purposes of this Convention, “ship” means a vessel of any type whatsoever not permanently attached to the sea-bed, including dynamically supported craft, submersibles, or any other floating craft.

ARTICLE 2


    1. This Convention does not apply to:
(a)    a warship; or
(b)    a ship owned or operated by a State when being used as a naval auxiliary or for customs or police purposes; or
(c)    a ship which has been withdrawn from navigation or laid up.
    2. Nothing in this Convention affects the immunities of warships and other government ships operated for non-commercial purposes.

ARTICLE 3


    1. Any person commits an offence if that person unlawfully and intentionally:
(a)    seizes or exercises control over a ship by force or threat thereof or any other form of intimidation; or
(b)    performs an act of violence against a person on board a ship if that act is likely to endanger the safe navigation of that ship; or
(c)    destroys a ship or causes damage to a ship or to its cargo which is likely to endanger the safe navigation of that ship; or
(d)    places or causes to be placed on a ship, by any means whatsoever, a device or substance which is likely to destroy that ship, or cause damage to that ship or its cargo which endangers or is likely to endanger the safe navigation of that ship; or

(e)    destroys or seriously damages maritime navigational facilities or seriously interferes with their operation, if any such act is likely to endanger the safe navigation of a ship; or
(f)    communicates information which he knows to be false, thereby endangering the safe navigation of a ship; or
(g)    injures or kills any person, in connection with the commission or the attempted commission of any of the offences set forth in subparagraphs (a) to (f).
    2. Any person also commits an offence if that person:
(a)    attempts to commit any of the offences set forth in paragraph 1; or
(b)    abets the commission of any of the offences set forth in paragraph 1 perpetrated by any person or is otherwise an accomplice of a person who commits such an offence; or
(c)    threatens, with or without a condition, as is provided for under national law, aimed at compelling a physical or juridical person to do or refrain from doing any act, to commit any of the of fences set forth in paragraph 1, subparagraphs (b), (c) and (e), if that threat is likely to endanger the safe navigation of the ship in question.

ARTICLE 4


    1. This Convention applies if the ship is navigating or is scheduled to navigate into, through or from waters beyond the outer limit of the territorial sea of a single State, or the lateral limits of its territorial sea with adjacent States.
    2. In cases where the Convention does not apply pursuant to paragraph 1, it nevertheless applies when the offender or the alleged offender is found in the territory of a State Party other than the State referred to in paragraph 1.

ARTICLE 5


    Each State Party shall make the offences set forth in article 3 punishable by appropriate penalties which take into account the grave nature of those offences.

ARTICLE 6


    1. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the offences set forth in article 3 when the offence is committed:
(a)    against or on board a ship flying the flag of the State at the time the offence is committed; or

(b)    in the territory of that State, including its territorial sea; or
(c)    by a national of that State.
    2. A State Party may also establish its jurisdiction over any such offence when:
(a)    it is committed by a stateless person whose habitual residence is in that State; or
(b)    during its commission a national of that State is seized, threatened, injured or killed; or

(c)    it is committed in an attempt to compel that State to do or abstain from doing any act.
    3. Any State Party which has established jurisdiction mentioned in paragraph 2 shall notify the Secretary-General of the International Maritime Organization (hereinafter referred to as “the Secretary-General”). If such State Party subsequently rescinds that jurisdiction, it shall notify the Secretary-General.
    4. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the offences set forth in article 3 in cases where the alleged offender is present in its territory and it does not extradite him to any of the States Parties which have established their jurisdiction in accordance with paragraphs 1 and 2 of this article.
    5. This Convention does not exclude any criminal jurisdiction exercised in accordance with national law.

ARTICLE 7


    1. Upon being satisfied that the circumstances so warrant, any State Party in the territory of which the offender or the alleged offender is present shall, in accordance with its law, take him into custody or take other measures to ensure his presence for such time as is necessary to enable any criminal or extradition proceedings to be instituted.

    2. Such State shall immediately make a preliminary inquiry into the facts, in accordance with its own legislation.
    3. Any person regarding whom the measures referred to in paragraph 1 are being taken shall be entitled to:
(a)    communicate without delay with the nearest appropriate representative of the State of which he is a national or which is otherwise entitled to establish such communication or, if he is a stateless person, the State in the territory of which he has his habitual residence;
(b)    be visited by a representative of that State.
    4. The rights referred to in paragraph 3 shall be exercised in conformity with the laws and regulations of the State in the territory of which the offender or the alleged offender is present, subject to the proviso that the said laws and regulations must enable full effect to be given to the purposes for which the rights accorded under paragraph 3 are intended.
    5. When a State Party, pursuant to this article, has taken a person into custody, it shall immediately notify the States which have established jurisdiction in accordance with article 6, paragraph 1 and, if it considers it advisable, any other interested States, of the fact that such person is in custody and of the circumstances which warrant his detention. The State which makes the preliminary inquiry contemplated in paragraph 2 of this article shall promptly report its findings to the said States and shall indicate whether it intends to exercise jurisdiction.

ARTICLE 8


    1. The master of a ship of a State Party (the “flag State”) may deliver to the authorities of any other State Party (the “receiving State”) any person who he has reasonable grounds to believe has committed one of the offences set forth in article 3.
    2. The flag State shall ensure that the master of its ship is obliged, whenever practicable, and if possible before entering the territorial sea of the receiving State carrying on board any person whom the master intends to deliver in accordance with paragraph 1, to give notification to the authorities of the receiving State of his intention to deliver such person and the reasons therefor.
    3. The receiving State shall accept the delivery, except where it has grounds to consider that the Convention is not applicable to the acts giving rise to the delivery, and shall proceed in accordance with the provisions of article 1. Any refusal to accept a delivery shall be accompanied by a statement of the reasons for refusal.
    4. The flag State shall ensure that the master of its ship is obliged to furnish the authorities of the receiving State with the evidence in the master's possession which pertains to the alleged offence.
    5. A receiving State which has accepted the delivery of a person in accordance with paragraph 3 may, in turn, request the flag State to accept delivery of that person. The flag State shall consider any such request, and if it accedes to the request it shall proceed in accordance with article 7. If the flag State declines a request, it shall furnish the receiving State with a statement of the reasons therefor.

ARTICLE 9


    Nothing in this Convention shall affect in any way the rules of international law pertaining to the competence of States to exercise investigative or enforcement jurisdiction on board ships not flying their flag.

ARTICLE 10


    1. The State Party in the territory of which the offender or the alleged offender is found shall, in cases to which article 6 applies, if it does not extradite him, be obliged, without exception whatsoever and whether or not the offence was committed in its territory, to submit the case without delay to its competent authorities for the purpose of prosecution, through proceedings in accordance with the laws of that State. Those authorities shall take their decision in the same manner as in the case of any other offence of a grave nature under the law of that State.
    2. Any person regarding whom proceedings are being carried out in connection with any of the offences set forth in article 3 shall be guaranteed fair treatment at all stages of the proceedings, including enjoyment of all the rights and guarantees provided for such proceedings by the law of the State in the territory of which he is present.

ARTICLE 11


    1. The offences set forth in article 3 shall be deemed to be included as extraditable offences in any extradition treaty existing between any of the States Parties. States Parties undertake to include such offences as extraditable offences in every extradition treaty to be concluded between them.
    2. If a State Party which makes extradition conditional on the existence of a treaty receives a request for extradition from another State Party with which it has no extradition treaty, the requested State Party may, at its option, consider this Convention as a legal basis for extradition in respect of the offences set forth in article 3. Extradition shall be subject to the other conditions provided by the law of the requested State Party.

    3. States Parties which do not make extradition conditional on the existence of a treaty shall recognize the offences set forth in article 3 as extraditable offences between themselves, subject to the conditions provided by the law of the requested State.

    4. If necessary, the offences set forth in article 3 shall be treated, for the purposes of extradition between States Parties, as if they had been committed not only in the place in which they occurred but also in a place within the jurisdiction of the State Party requesting extradition.
    5. A State Party which receives more than one request for extradition from States which have established jurisdiction in accordance with article 6 and which decides not to prosecute shall, in selecting the State to which the offender or alleged offender is to be extradited, pay due regard to the interests and responsibilities of the State Party whose flag the ship was flying at the time of the commission of the offence.
    6. In considering a request for the extradition of an alleged offender pursuant to this Convention, the requested State shall pay due regard to whether his rights as set forth in article 7, paragraph 3, can be effected in the requesting State.

    7. With respect to the offences as defined in this Convention, the provisions of all extradition treaties and arrangements applicable between States Parties are modified as between States Parties to the extent that they are incompatible with this Convention.


ARTICLE 12


    1. States Parties shall afford one another the greatest measure of assistance in connection with criminal proceedings brought in respect of the offences set forth in article 3, including assistance in obtaining evidence at their disposal necessary for the proceedings.
    2. States Parties shall carry out their obligations under paragraph 1 in conformity with any treaties on mutual assistance that may exist between them. In the absence of such treaties, States Parties shall afford each other assistance in accordance with their national law.

ARTICLE 13


    1. States Parties shall co-operate in the prevention of the offences set forth in article 3, particularly by:
(a)    taking all practicable measures to prevent preparations in their respective territories for the commission of those offences within or outside their territories;
(b)    exchanging information in accordance with their national law, and co-ordinating administrative and other measures taken as appropriate to prevent the commission of offences set forth in article 3.
    2. When, due to the commission of an offence set forth in article 3, the passage of a ship has been delayed or interrupted, any State Party in whose territory the ship or passengers or crew are present shall be bound to exercise all possible efforts to avoid a ship, its passengers, crew or cargo being unduly detained or delayed .

ARTICLE 14


    Any State Party having reason to believe that an offence set forth in article 3 will be committed shall, in accordance with its national law, furnish as promptly as possible any relevant information in its possession to those States which it believes would be the States having established jurisdiction in accordance with article 6.

ARTICLE 15


    1. Each State Party shall, in accordance with its national law, provide to the Secretary-General, as promptly as possible, any relevant information in its possession concerning:
(a)    the circumstances of the offence;
(b)    the action taken pursuant to article 13, paragraph 2;
(c)    the measures taken in relation to the offender or the alleged offender and, in particular, the results of any extradition proceedings or other legal proceedings.
    2. The State Party where the alleged offender is prosecuted shall, in accordance with its national law, communicate the final outcome of the proceedings to the Secretary-General.
    3. The information transmitted in accordance with paragraphs 1 and 2 shall be communicated by the Secretary-General to all States Parties, to Members of the International Maritime Organization (hereinafter referred to as “the Organization”), to the other States concerned, and to the appropriate international intergovernmental organizations.

ARTICLE 16


    1. Any dispute between two or more States Parties concerning the interpretation or application of this Convention which cannot be settled through negotiation within a reasonable time shall, at the request of one of them, be submitted to arbitration. If, within six months from the date of the request for arbitration, the parties are unable to agree on the organization of the arbitration any one of those parties may refer the dispute to the International Court of Justice by request in conformity with the Statute of the Court.
    2. Each State may at the time of signature or ratification, acceptance or approval of this Convention or accession thereto, declare that it does not consider itself bound by any or all of the provisions of paragraph 1. The other States Parties shall not be bound by those provisions with respect to any State Party which has made such a reservation.
    3. Any State which has made a reservation in accordance with paragraph 2 may, at any time, withdraw that reservation by notification to the Secretary-General.

ARTICLE 17


    1. This Convention shall be open for signature at Rome on 10 March 1988 by States participating in the International Conference on the Suppression of Unlawful Acts against the Safety of Maritime Navigation and at the Headquarters of the Organization by all States from 14 March 1988 to 9 March 1989. It shall thereafter remain open for accession.
    2. States may express their consent to be bound by this Convention by:
(a)    signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
(b)    signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval; or
(c)    accession.
    3. Ratification, acceptance, approval or accession shall be effected by the deposit of an instrument to that effect with the Secretary-General.

ARTICLE 18


    1. This Convention shall enter into force ninety days following the date on which fifteen States have either signed it without reservation as to ratification, acceptance or approval, or have deposited an instrument of ratification, acceptance, approval or accession in respect thereof.
    2. For a State which deposits an instrument of ratification, acceptance, approval or accession in respect of this Convention after the conditions for entry into force thereof have been met, the ratification, acceptance, approval or accession shall take effect ninety days after the date of such deposit.

ARTICLE 19


    1. This Convention may be denounced by any State Party at any time after the expiry of one year from the date on which this Convention enters into force for that State.
    2. Denunciation shall be effected by the deposit of an instrument of denunciation with the Secretary-General.
    3. A denunciation shall take effect one year, or such longer period as may be specified in the instrument of denunciation, after the receipt of the instrument of denunciation by the Secretary-General.

ARTICLE 20


    1. A conference for the purpose of revising or amending this Convention may be convened by the Organization.
    2. The Secretary-General shall convene a conference of the States Parties to this Convention for revising or amending the Convention, at the request of one third of the States Parties, or ten States Parties, whichever is the higher figure.
    3. Any instrument of ratification, acceptance, approval or accession deposited after the date of entry into force of an amendment to this Convention shall be deemed to apply to the Convention as amended.

ARTICLE 21


    1. This Convention shall be deposited with the Secretary-General.
    2. The Secretary-General shall:
(a)    inform all States which have signed this Convention or acceded thereto, and all Members of the Organization, of:
    (i)    each new signature or deposit of an instrument of ratification, acceptance, approval or accession together with the date thereof;

    (ii)    the date of the entry into force of this Convention;
    (iii)    the deposit of any instrument of denunciation of this Convention together with the date on which it is received and the date on which the denunciation takes effect;
    (iv)    the receipt of any declaration or notification made under this Convention;
(b)    transmit certified true copies of this Convention to all States which have signed this Convention or acceded thereto.
    3. As soon as this Convention enters into force, a certified true copy thereof shall be transmitted by the Depositary to the Secretary-General of the United Nations for registration and publication in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations.

ARTICLE 22


    This Convention is established in a single original in the Arabic, Chinese, English, French, Russian and Spanish languages, each text being equally authentic.

IN WTNESS WHEREOF the undersigned being duly authorized by their respective Governments for that purpose have signed this Convention.

DONE AT ROME this tenth day of March one thousand nine hundred and eighty-eight.



Fylgiskjal II.


BÓKUN
um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir
gegn öryggi botnfastra mannvirkja
á landgrunninu.


Aðildarríki bókunar þessarar,

SEM ERU AÐILAR að samningnum um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó,

VIÐURKENNA að ástæður þess að samningurinn var gerður gilda einnig um botnföst mannvirki á landgrunninu,

TAKA MIÐ AF ákvæðum samningsins,


STAÐFESTA að reglur og meginreglur almenns þjóðaréttar munu áfram gilda um málefni sem bókun þessi setur ekki reglur um,

OG HAFA ORÐIÐ ÁSÁTT um eftirfarandi:

1. gr.


    1. Ákvæði 5. og 7. gr. og 10. til 16. gr. samningsins um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó (hér á eftir nefndur „samningurinn“) skulu einnig gilda að breyttu breytanda um þau afbrot, sem fjallað er um í 2. gr. bókunar þessarar, þegar slík afbrot eru framin í eða gegn botnföstum mannvirkjum á landgrunninu.

    2. Í þeim tilvikum sem bókun þessi gildir ekki skv. 1. mgr. skal hún engu að síður gilda þegar viðkomandi brotamaður eða meintur brotamaður er á yfirráðasvæði aðildarríkis, annars en þess ríkis þar sem viðkomandi botnfast mannvirki er staðsett á grunnsævi eða í landhelgi þess.
    3. Í bókun þessari merkir „botnfast mannvirki“ tilbúna eyju, útbúnað eða mannvirki sem er varanlega fest við hafsbotn í því skyni að rannsaka auðlindir eða nýta þær eða í öðrum efnahagslegum tilgangi.

2. gr.


    1. Maður telst hafa framið afbrot ef hann með ólöglegum hætti og af ásetningi:
a)    tekur botnfast mannvirki eða yfirtekur stjórn þess með valdi eða hótunum um að beita valdi eða þvingar slíkt fram á einhvern annan hátt með hótunum;
b)    beitir mann ofbeldi í botnföstu mannvirki og slík aðgerð er líkleg til þess að stofna öryggi þess í hættu;
c)    eyðileggur botnfast mannvirki eða veldur tjóni á því sem líklegt má telja að stofni öryggi þess í hættu;
d)    kemur fyrir, eða er valdur að því að komið sé fyrir, í botnföstu mannvirki, með hvaða hætti sem er, búnaði eða efni sem líklegt er að eyðileggi botnfasta mannvirkið eða líklegt má telja að stofni öryggi þess í hættu; eða
e)    meiðir mann eða banar manni samfara því að fremja eða gera tilraun til þess að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í a- til d-lið.

    2. Maður telst einnig hafa framið afbrot ef hann:

a)    gerir tilraun til þess að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í 1. mgr.;
b)    hvetur til þess að eitthvert slíkt afbrot sé framið, sem einhver maður gerir sig sekan um, eða er með öðrum hætti vitorðsmaður þess sem fremur slíkt afbrot; eða
c)    hótar, með eða án skilyrðis, eins og kveðið er á um í landslögum, í því skyni að neyða einstakling eða lögaðila til þess að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, að fremja eitthvert þeirra afbrota sem fjallað er um í b- og c-liðum 1. mgr., séu líkur á að hótunin stofni öryggi botnfasta mannvirkisins í hættu.

3. gr.


    1. Hvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afla sér lögsögu vegna þeirra afbrota, sem fjallað er um í 2. gr., þegar afbrotið:

a)    beinist gegn eða er framið í botnföstu mannvirki á þeim tíma þegar botnfasta mannvirkið er staðsett á landgrunni þess ríkis; eða
b)    er framið af ríkisborgara fyrrnefnds ríkis.
    2. Aðildarríki getur og aflað sér lögsögu vegna hvers slíks afbrots þegar:
a)    afbrotið er framið af ríkisfangslausum manni sem hefur fasta búsetu í því ríki;
b)    ríkisborgari þess ríkis er tekinn með valdi meðan afbrotið er framið, honum ógnað, hann meiddur eða honum banað; eða
c)    afbrotið er framið í tilraun til þess að neyða það ríki til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert.
    3. Hvert það aðildarríki, sem hefur aflað sér lögsögu sem um getur í 2. mgr., skal tilkynna það aðalframkvæmdastjóra Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (hér á eftir nefndur „aðalframkvæmdastjórinn“). Ógildi slíkt aðildarríki seinna fyrrnefnda lögsögu skal það tilkynna aðalframkvæmdastjóranum um það.
    4. Hvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afla sér lögsögu vegna þeirra afbrota, sem fjallað er um í 2. gr., þegar meintur brotamaður er staddur á yfirráðasvæði þess og það framselur hann ekki neinu því aðildarríki sem hefur aflað sér lögsögu í samræmi við 1. og 2. mgr. þessarar greinar.
    5. Bókun þessi útilokar ekki refsilögsögu sem er beitt í samræmi við landslög.


4. gr.


    Bókun þessi skal engin áhrif hafa á reglur þjóðaréttar sem varða botnföst mannvirki á landgrunninu.


5. gr.


    1. Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu allra ríkja, sem hafa undirritað samninginn, í Róm 10. mars 1988 og í höfuðstöðvum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (hér á eftir nefnd „stofnunin“) frá 14. mars 1988 til 9. mars 1989. Hún skal eftir það áfram opin til aðildar.

    2. Ríki getur lýst sig samþykkt því að vera bundið af bókun þessari með:
a)    undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki;
b)    undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki; eða
c)    aðild.
    3. Ganga skal frá fullgildingu staðfestingu, samþykki eða aðild með því að afhenda aðalframkvæmdastjóranum skjal þar að lútandi til vörslu.
    4. Einungis ríki, sem hefur undirritað samninginn án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða hefur fullgilt, staðfest eða samþykkt samninginn eða gerst aðili að honum, er heimilt að gerast aðili að bókun þessari.

6. gr.


    1. Bókun þessi öðlast gildi níutíu dögum eftir að þrjú ríki hafa annaðhvort undirritað hana án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki, eða hafa afhent skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki hennar eða aðild að henni til vörslu. Bókun þessi skal þó ekki öðlast gildi áður en samningurinn hefur öðlast gildi.

    2. Að því er varðar ríki, sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki bókunarinnar eða aðild að henni til vörslu eftir að skilyrðum fyrir gildistöku hennar hefur verið fullnægt, skal fullgilding, staðfesting, samþykki eða aðild öðlast gildi níutíu dögum eftir að slík afhending fer fram.

7. gr.


    1. Hvert aðildarríki getur sagt upp bókun þessari hvenær sem er eftir að eitt ár er liðið frá þeim degi þegar bókun þessi öðlast gildi að því er varðar viðkomandi ríki.
    2. Uppsögn skal framkvæmd með því að afhenda aðalframkvæmdastjóranum uppsagnarskjal til vörslu.

    3. Uppsögn skal taka gildi einu ári eftir að aðalframkvæmdastjórinn veitir uppsagnarskjalinu viðtöku, eða síðar eins og kann að vera tilgreint í uppsagnarskjalinu.
    4. Líta ber á uppsögn samningsins af hálfu aðildarríkis sem uppsögn bókunar þessarar af hálfu þess aðila.

8. gr.


    1. Stofnunin getur kallað saman þing í því skyni að endurskoða bókun þessa eða breyta henni.

    2. Aðalframkvæmdastjórinn skal kalla saman þing aðildarríkja að bókun þessari í því skyni að endurskoða bókunina eða breyta henni ef þriðjungur aðildarríkja fer þess á leit, eða fimm aðildarríki, eftir því hvor talan er hærri.
    3. Líta ber svo á að skjal um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, sem er afhent til vörslu eftir að breyting á bókun þessari öðlast gildi, gildi um bókunina með áorðnum breytingum.

9. gr.


    1. Bókun þessi skal vera í vörslu aðalframkvæmdastjórans.
    2. Aðalframkvæmdastjórinn skal:
a)    tilkynna öllum ríkjum, sem hafa undirritað bókun þessa eða gerst aðilar að henni, og öllum aðilum að stofnuninni um:
    i)        hverja nýja undirritun eða afhendingu skjals um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu ásamt viðeigandi dagsetningu;
    ii)    um gildistökudag bókunar þessarar;
    iii)    afhendingu allra skjala um uppsögn bókunar þessarar til vörslu og hvenær slík skjöl eru móttekin og hvenær uppsögnin tekur gildi;

    iv)    móttöku allra yfirlýsinga og tilkynninga samkvæmt bókun þessari eða samningnum sem varða bókun þessa;
b)    senda öllum ríkjum, sem hafa undirritað bókun þessa eða gerst aðilar að henni, staðfest rétt afrit af bókun þessari.
    3. Jafnskjótt og bókun þessi öðlast gildi skal vörsluaðilinn senda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna staðfest rétt afrit af henni til skráningar og birtingar í samræmi við 102. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna.


10. gr.


    Bókun þessi er gerð í einu frumriti á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku og eru allir textarnir jafngildir.


ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð ríkisstjórna sinna, undirritað bókun þessa.

GJÖRT Í RÓM hinn 10. mars 1988.

PROTOCOL
for the Supression of Unlawful Acts Against
the Safety of Fixed Platforms Located
on the Continental Shelf


The States Parties to this Convention,

BEING PARTIES to the Convention for the Suppression of Unlawful Acts Against the Safety of Maritime Navigation,

RECOGNIZING that the reasons for which the Convention was elaborated also apply to fixed platforms located on the continental shelf,

TAKING ACCOUNT of the provisions of that Convention,

AFFIRMING that matters not regulated by this Protocol continue to begoverned by the rules and principles of general International law,

HAVE AGREED as follows:

ARTICLE 1


    1. The provisions of articles 5 and 7 and of articles 10 to 16 of the Convention for the Suppression of unlawful Acts against the Safety of Maritime Navigation (hereafter referred to as “the Convention”) shall also apply mutatis mutandis to the offences set forth in article 2 of this Protocol where such offences are committed on board or against fixed platforms located on the continental shelf.
    2. In cases where this Protocol does not apply pursuant to paragraph 1, it nevertheless applies when the offender or the alleged offender is found in the territory of a State Party other than the State in whose international waters or territorial sea the fixed platform is located.
    3. For the purposes of this Protocol, “fixed platform” means an artificial island, installation or structure permanently attached to the sea-bed for the purpose of exploration or exploitation of resources or for other economic purposes.

ARTICLE 2


    1. Any person commits an offence if that person unlawfully and intentionally:
a.    seizes or exercises control over a fixed platform by force or threat thereof or any other form of intimidation; or

b.    performs an act of violence against a person on board a fixed platform lf that act is likely to endanger its safety; or
c.    destroys a fixed platform or causes damage to it which is likely to endanger its safety; or

d.    places or causes to be placed on a fixed platform, by any means whatsoever, a device or substance which is likely to destroy that fixed platform or likely to endanger its safety; or

e.    injures or kills any person in connection with the commission or the attempted commission of any of the offences set forth ln subparagraphs (a) to (d).
    2. Any person also commits an offence if that person:
a.    attempts to commit any of the offences set forth ln paragraph 1; or
b.    abets the commission of any such offences perpetrated by any person or is otherwise an accomplice of a person who commits such an offence; or
c.    threatens, with or without a condition, as is provided for under national law, aimed at compelling a physical or juridical person to do or refrain from doing any act, to commit any of the offences set forth in paragraph 1, subparagraphs (b) and (c), lf that threat is likely to endanger the safety of the fixed platform.

ARTICLE 3


    1. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the offences set forth in article 2 when the offence is committed:
a.    against or on board a fixed platform while it is located on the continental shelf of that State; or

b.    by a national of that State.
    2. A State Party may also establish its jurisdiction over any such offence when:
a.    it is committed by a stateless person whose habitual residence is in that State;
b.    during its commission a national of that State is seized, threatened, injured or killed; or

c.    it is committed in an attempt to compel that State to do or abstain from doing any act.
    3. Any State Party which has established jurisdiction mentioned in paragraph 2 shall notify the Secretary-General of the International Maritime Organisation (hereinafter referred to as “the Secretary-General”). If such State Party subsequently rescinds that Jurisdiction, it shall notify the Secretary-General.

    4. Each State Party shall take such measures as may be necessary to establish its jurisdiction over the offences set forth in article 2 in cases where the alleged offender is present in its territory and it does not extradite him to any of the States Parties which have established their jurisdiction in accordance with paragraphs 1 and 2 of this article.
    5. This Protocol does not exclude any criminal jurisdiction exercised in accordance with national law.

ARTICLE 4


    Nothing ln this Protocol shall affect in any way the rules of international law pertaining to fixed platforms located on the continental shelf.

ARTICLE 5


    1. This Protocol shall be open for signature at Rome on 10 March 1988 and at the Headquarters of the International Maritime Organization (hereinafter referred to as “the Organization”) from 14 March 1988 to 9 March 1989 by any State which has signed the Convention. It shall thereafter remain open for accession.
    2. States may express their consent to be bound by this Protocol by:
a.    signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
b.    signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval; or
c.    accession.
    3. Ratification, acceptance, approval or accession shall be effected by the deposit of an instrument to that effect with the Secretary-General.
    4. Only a State which has signed the Convention without reservation as to ratification, acceptance or approval, or has ratified, accepted, approved or acceded to the Convention may become a Party to this Protocol.

ARTICLE 6


    1. This Protocol shall enter into force ninety days following the date on which three States have either signed it without reservation as to ratification, acceptance or approval, or have deposited an instrument of ratification, acceptance, approval or accession in respect thereof. However, this Protocol shall not enter into force before the Convention has entered into force.
    2. For a State which deposits an instrument of ratification, acceptance, approval or accession in respect of this Protocol after the conditions for entry into force thereof have been met, the ratification, acceptance, approval or accession shall take effect ninety days after the date of such deposit.

ARTICLE 7


    1. This Protocol may be denounced by any State Party at any time after the expiry of one year from the date on which this Protocol enters into force for that State.
    2. Denunciation shall be effected by the deposit of an instrument of denunciation with the Secretary-General.
    3. A denunciation shall take effect one year, or such longer period as may be specified in the instrument of denunciation, after the receipt of the instrument of denunciation by the Secretary-General.
    4. A denunciation of the Convention by a State Party shall be deemed to be a denunciation of this Protocol by that Party.

ARTICLE 8


    1. A conference for the purpose of revising or amending this Protocol may be convened by the Organization.
    2. The Secretary-General shall convene a conference of the States Parties to this Protocol for revising or amending the Protocol, at the request of one third of the States Parties, or five States Parties, whichever is the higher figure.
    3. Any instrument of ratification, acceptance, approval or accession deposited after the date of entry into force of an amendment to this Protocol shall be deemed to apply to the Protocol as amended.

ARTICLE 9


    1. This Protocol shall be deposited with the Secretary-General.
    2. The Secretary-General shall:
a.    inform all States which have signed this Protocol or acceded thereto, and all Members of the Organization, of:
    i.        each new signature or deposit of an instrument of ratification, acceptance, approval or accession, together with the date thereof;

    ii.    the date of entry into force of this Protocol;
    iii.    the deposit of any instrument of denunciation of this Protocol together with the date on which it is received and the date on which the denunciation takes effect;
    iv.    the receipt of any declaration or notification made under this Protocol or under the Convention, concerning this Protocol;
b.    transmit certified true copies of this Protocol to all States which have signed this Protocol or acceded thereto.
    3. As soon as this Protocol enters into force, a certified true copy thereof shall be transmitted by the Depositary to the Secretary-General of the United Nations for registration and publication in accordance with Article 102 of the Charter of the United Nations.

ARTICLE 10


    This Protocol is established in a single original in the Arabic, Chinese, English, French, Russian and Spanish languages, each text being equally authentic.

IN WITNESS WHEREOF the undersigned, being duly authorised by their respective Governments for that purpose. have signed this Protocol.

DONE AT ROME this tenth day of March one thousand nine hundred and eighty-eight.