Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1138, 127. löggjafarþing 705. mál: bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika (framlenging ábyrgðar).
Lög nr. 26 8. apríl 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 120/2001, um heimild ríkissjóðs til þess tímabundið að takast á hendur tryggingu eða endurtryggingu á bótaábyrgð sem flugrekendur kunna að baka sér gagnvart þriðja aðila vegna tjóns er hlýst af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra atvika, með síðari breytingum.


l. gr.

     Í stað orðanna „10. apríl 2002“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: ársloka 2002.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 2002.