Ferill 668. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1256  —  668. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Hrafnkel Óskarsson frá viðskiptaráðuneyti. Umsagnir bárust frá ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Verslunarráði Íslands, Hyrnu ehf. og Þjóðhagsstofnun.
    Frumvarpið er lagt fram í tengslum við frumvarp sem áður hafa komið til umfjöllunar nefndarinnar, um breytingu á lögum um bókhald, lögum um ársreikninga og lögum um tekjuskatt og eignarskatt (347. mál). Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að alþjóðlegum viðskiptafélögum verði veitt heimild til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli.
    Meiri hlutinn leggur til smávægilega breytingu á frumvarpinu þess efnis að í stað orðanna „erlendur gjaldeyrir“ verði notuð orðin „erlendur gjaldmiðill“. Þetta er til að gæta samræmis í hugtakanotkun milli frumvarpanna.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Í stað orðanna „erlendum gjaldeyri“ í efnismálsgrein 1. gr. komi: erlendum gjaldmiðli“.

Alþingi, 16. apríl 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Gunnar Birgisson.


Hjálmar Árnason.