Ferill 728. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1401  —  728. mál.
Svarmenntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um stuðning við frjáls félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur menntamálaráðuneytið veitt frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála fjárstuðning árin 1998–2001? Ef svo er, hvernig hefur þeim stuðningi verið háttað? Óskað er eftir því að í svarinu komi fram til hvers konar verkefna styrkir hafa verið veittir, hversu háir styrkir og hverjir ábyrgðaraðilar verkefnanna hafa verið, sundurliðað eftir fjárlagaliðum og árum.

    Menntamálaráðuneytið hefur ekki veitt frjálsum félagasamtökum, öðrum en þeim sem starfa að íþrótta-, æskulýðs- og menningarmálum, stuðning til starfsemi sinnar, enda hefur ráðuneytið ekki með umhverfis- og náttúruverndarmál að gera, né fengið fé til slíks í fjárlögum. Hins vegar er ljóst að mörg þeirra félagasamtaka er fá fjárstuðning frá Alþingi og menntamálaráðuneytinu vinna beint og óbeint að þeim málaflokkum er fyrirspurnin nær til. Má í því sambandi m.a. benda á ÍSÍ, UMFÍ, skáta og KFUM og KFUK svo að nokkur samtök séu nefnd.