Vísinda- og tækniráð

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 13:36:04 (2868)

2003-01-22 13:36:04# 128. lþ. 62.1 fundur 336. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv. 2/2003, menntmrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 128. lþ.

[13:36]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Íslensk vísindi eru orðin verulegur þáttur í þeim góðu lífskjörum sem skapast hafa í landinu og framlag Íslendinga til vísinda hefur markað þeim sérstöðu meðal þjóða heimsins. Með þessum þremur frv. sem hér er verið að klára er verið að leggja grunn að því að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins, fulltrúa vísindaheimsins og stjórnmálamenn til þess að skapa enn sterkari sókn á þessu sviði til framtíðarinnar. Þess vegna mun ég greiða atkvæði með þessu og ég harma að það skuli ekki vera samstaða um málið á þinginu. En það er ljóst að stjórnarflokkarnir standa heils hugar að þessu máli. (SvH: ... Finnlandsferðina.)