Hvalveiðar

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 15:34:04 (2915)

2003-01-22 15:34:04# 128. lþ. 63.5 fundur 330. mál: #A hvalveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., EKG
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[15:34]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Vandinn sem hér er við að glíma er ekki sá að það kunni að vera skotið eitt og eitt smáhveli. Vandinn er sá að það er ekki skotið nóg af hvölum hér við land. Um það snýst þetta mál auðvitað. (Gripið fram í.) Þess vegna finnst mér þessari umræðu svolítið vera snúið á hvolf.

Ég tek mjög undir það sem hv. 4. þm. Vestf. sagði hér áðan. Þetta er hluti af þeirri nýtingu sem hefur viðgengist hér við land og er auðvitað ekki neitt vandamál í því sambandi. Við getum haldið áfram þessum eðlilega lífsmáta án þess að það komi á nokkurn hátt við aðra atvinnustarfsemi í landinu. Stóra málið núna er einfaldlega það að við höldum áfram að vinna að nýtingarstefnu okkar og vinna því fylgi sem við viljum, þ.e. að hefja hvalveiðar hér við land.