Uppbygging og rekstur meðferðarstofnana

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 16:05:37 (2930)

2003-01-22 16:05:37# 128. lþ. 63.7 fundur 417. mál: #A uppbygging og rekstur meðferðarstofnana# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[16:05]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Það sem hvetur mig til að koma hingað í ræðustól og gera stutta athugasemd er þessi lýsing hæstv. ráðherra á þeirri vinnu sem nú fer fram í ráðuneytinu við að kortleggja alla þessa stöðu. Allur sá fjöldi skýrslna sem búið er að gera lýsir náttúrlega alveg rosalega yfirgripsmiklu verki. Það liggur við að ég hafi orðið hrædd við að hlusta á hæstv. ráðherra lýsa því verkefni sem þessi nefnd, þegar hún verður skipuð, kemur til með að standa frammi fyrir. Nú ætla ég ekki að draga úr hæstv. ráðherra, auðvitað er ég hlynnt því að þetta verk verði unnið en mig langar til að hvetja hann til að halda vel á spöðunum í þessu máli. Það er líka ósköp auðvelt að týna sér í öllum þeim skýrslum sem þegar hafa verið gerðar, í allri analýsunni sem erlendu sérfræðingarnir láta sér detta í hug að gera, í allri bírókratíunni hreint út sagt. Ég hvet hæstv. ráðherra til að halda vöku sinni varðandi þetta mál og sjá til þess að menn geti unnið þetta hratt en vel.