Lýðheilsustöð

Fimmtudaginn 23. janúar 2003, kl. 12:25:28 (2962)

2003-01-23 12:25:28# 128. lþ. 64.5 fundur 421. mál: #A Lýðheilsustöð# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 128. lþ.

[12:25]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra hans ágætu svör og ítreka það að ef Lýðheilsustöðin á að verða þetta tæki sem lagt er upp með í frv. er afar mikilvægt að um stöðina og alla tilurð hennar ríki mjög góð sátt og að flokkanir standi að henni í heild sinni. Þetta er ekki mál sem vænlegt er að einhver flokkameirihluti á Alþingi keyri í gegn eftir sínum leiðum, heldur er þetta sérstaklega gott dæmi um mál sem sátt á að vera um, á að vinna í sameiningu og leita allra leiða til þess að verkefnið verði sem best verður á kosið og um það mikil og góð samstaða. Ég vona að þannig verði unnið og að það verði niðurstaðan hjá heilbr.- og trn.