Lyfjalög og læknalög

Fimmtudaginn 23. janúar 2003, kl. 14:59:31 (2989)

2003-01-23 14:59:31# 128. lþ. 64.6 fundur 423. mál: #A lyfjalög og læknalög# (lyfjagagnagrunnar) frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 128. lþ.

[14:59]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Gott dæmi um öryggi sjúklingsins er að ef einhver er með ofnæmi fyrir penisillíni má hann ekki fá það aftur. Auðvitað þarf læknir að vita af því. Kannski hefur sjúklingurinn gleymt því, kannski er hann ekki með nægri rænu til að geta sagt frá því og kannski er hann ekki merktur. Það er í svona tilvikum öllum augljóst að þetta þarf að vera aðgengilegt. Það gildir það sama um alkóhólistann sem vill ekki drekka og hann vill ekki fá vanabindandi lyf, hann vill ekki fá svefnlyf eða róandi lyf eða verkjalyf sem innihalda efni sem eru honum skeinuhætt af því að hann er alkóhólisti. Hann er kannski rænulítill og það er ekki hægt að finna þetta út nema hafa aðgang að einhverju slíku um hann.

Ég lít svo á að þetta frv. styrki eftirlitshlutverk landlæknis og ég tel það til bóta. En ég hef bent hér á örfá atriði sem mér finnst þurfa að athuga nánar við umræður í heilbr.- og trn. og ég mun beita mér fyrir því.