Greiðslur Íslands til ESB

Mánudaginn 27. janúar 2003, kl. 15:19:55 (3030)

2003-01-27 15:19:55# 128. lþ. 65.1 fundur 371#B greiðslur Íslands til ESB# (óundirbúin fsp.), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 128. lþ.

[15:19]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hæstv. utanrrh., þetta fer allt eftir þeim forsendum sem menn gefa sér. Hæstv. forsrh. hefur gefið sér ákveðnar forsendur sem var að finna í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og þær byggðu á því að brúttógreiðslurnar yrðu 10 milljarðar og nettógreiðslurnar líklega í kringum 5 milljarðar.

Forsendur hæstv. utanrrh. liggja fyrir. Þær liggja fyrir í farteski samningamannanna sem hann hefur sjálfur sent til Brussel. Þar kemur það einfaldlega fram, svo að ég noti orðiðið sem aðalsamningamaðurinn beitti í viðtölum við fjölmiðla, að það væri alger fásinna að ætlast til þess að greiða 2,5 milljarða nettó. Hann sagði jafnframt, og það hlýtur að vera með vitund og vilja hæstv. utanrrh., að það land sem við gætum helst borið okkur saman við, Finnland, væri að fá 1,33 evrur á móti hverri evru sem það greiddi.

Það skptir auðvitað máli, herra forseti, í svona mikilvægu máli, sérstaklega ef menn ætla að fara að stofna hér Evrópunefndir, að menn hafi það á hreinu hvort samstaða er millum hæstv. utanrrh. og forsrh. í svona mikilvægu máli.