Álverksmiðja í Reyðarfirði

Þriðjudaginn 28. janúar 2003, kl. 22:51:31 (3142)

2003-01-28 22:51:31# 128. lþ. 66.10 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 66. fundur, 128. lþ.

[22:51]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Árnar okkar eru dropi í hafið þegar horft er á allt það vatnsafl sem er óvirkjað í heiminum. Þess vegna kom ég upp hér í andsvari, til að sýna þingmanninum fram á að það sé hrein firra að við berum siðferðilega skyldu til þess að fórna okkar landi undir álframleiðslu.

Hvað ósnortnum víðernum viðvíkur eru þau skilgreind á alþjóðavísu. Eftir því sem ég best veit þá stendur þar að þar séu ekki neinar raflínur, ekki miðlunarlón, ekki orkuver eða uppbyggðir vegir í u.þ.b. fimm km fjarlægð og þar gæti ekki beinna ummerkja mannsins. Þar fær náttúran að þróast án álags vegna mannlegra umsvifa. Herra forseti. Það táknar ekki að ósnortin víðerni hætti að vera ósnortin þó að þangað komi hópur af ferðamönnum. Það er líka hrein firra hjá hv. þm.

Að lokum: Að sjálfsögðu nota ég flugvélar eins og hv. þm. En ég hef reyndar bent á það í þessum ræðustól hve miklu gæti skipt fyrir okkur Íslendinga að hafa einnig farþegaskip á ferð milli Íslands og Evrópu. Ég vil nú skjóta því inn hér til áréttingar. Ég notaði ekki eingöngu flugvélar ef ég hefði annan kost.