Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 29. janúar 2003, kl. 16:10:06 (3200)

2003-01-29 16:10:06# 128. lþ. 68.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv., HjÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 128. lþ.

[16:10]

Hjálmar Árnason (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er sanngjörn krafa, segir hv. formaður Vinstri grænna. Málinu er vísað til iðnn. Það er eðlilegt. Þetta heyrir undir iðnrn. Það er síðan iðnn. að taka við málinu, skoða það, fjalla um það og eftir þá skoðun tekur nefndin sjálf afstöðu til þess hvort hún vísar hluta af málinu til efh.- og viðskn. og umhvn. eins og hefur gerst í störfum nefndarinnar. Stundum hefur málum verið vísað til annarra nefnda og leitað eftir umsögn, stundum ekki. Það fer eftir eðli máls. Fyrsta skrefið er að nefndin fái málið til sín og síðan tekur nefndin sjálf afstöðu til þess. Þá mun svarið koma í ljós, herra forseti.