Hugmyndir um virkjun að fjallabaki

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 10:43:30 (3211)

2003-01-30 10:43:30# 128. lþ. 69.91 fundur 391#B hugmyndir um virkjun að fjallabaki# (aths. um störf þingsins), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[10:43]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Mér finnst félagar okkar í Vinstri grænum vera býsna heitir í morgunsárið (Gripið fram í: Ert þú kátur?) og taka djúpt í árinni þegar þeir eru að velta fyrir sér fréttaflutningi um ákveðin svæði á Suðurlandi, eins og Torfajökulssvæðið. Það er alveg ljóst mál að í mjög mörg ár hafa sveitarstjórnarmenn sem eiga aðild að þessu svæði horft til þess út frá þeirri miklu orku sem þar er.

Auðvitað eru gríðarlega deildar meiningar um svona hluti en við megum ekki stilla þessu upp svona algjörlega einhliða. Það býr líka fólk á þessu svæði sem hefur gjarnan bent á að nauðsynlegt væri að rannsaka hversu mikil orka er þarna o.s.frv. Ég held að fyrst og fremst séu menn að skoða. Alveg eins og kom fram hjá hæstv. iðnrh. er þetta ekki á vegum ráðuneytisins, alls ekki. Ég vil benda á að þó að deildar meiningar séu um þetta býr líka fólk á þessu svæði sem hefur gjarnan bent á þessa orkukosti.