Raforkulög

Fimmtudaginn 30. janúar 2003, kl. 12:02:54 (3229)

2003-01-30 12:02:54# 128. lþ. 69.1 fundur 462. mál: #A raforkulög# (heildarlög, EES-reglur) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 128. lþ.

[12:02]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var ekki að harma það þingmannsins vegna að málið skyldi koma svona seint fram. Ég var að harma það málsins vegna. Það er náttúrlega öllum ljóst á hinu háa Alþingi að hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson er þungavigtarmaður í Sjálfstfl. og það hefði kannski á fyrri stigum verið hægt að koma málum þannig fyrir með tilstuðlan hans, vegna þess að við erum sammála um þessi tvö atriði sem ég nefndi, að við stæðum ekki í þessum vandræðagangi nú og í nefndinni. Það er fyrst og fremst það. Auðvitað fögnum við öllum liðsauka hvað varðar sýn á mál og hvernig á að afgreiða þau. Ég vil að það komi skýrt fram.